Það þarf ekki að vera flókið að velja glas en getur þó skipt talsverðu máli. Reynsla og þekking hefur kennt okkur nokkrar reglur sem geta hjálpað þér að velja glas sem laðar fram allt það besta í uppáhaldsdrykknum.

Freyðandi drykkir eru bestir í mjóum glösum

Freyðandi eða kolsýrðir drykkir njóta sín best þegar þeir eru bornir fram í mjóu glasi á fæti. Drykkurinn hefur þá lítið yfirborð sem gerir það að verkum að loftbólurnar haldast lengur.

Skoðaðu kampavínsglös

Glös á fæti – hvernig á að velja réttu stærðina?

Stór belgur gerir það að verkum að meira súrefni kemst í snertingu við drykkinn. Það dregur fram ilm og bragð. Með því að umhella drykknum í karöflu getur þetta ferli hafist fyrr. Þegar kemur að drykkjum sem hafa léttari keim og eiga að haldast kaldir henta belgminni glös betur.

Skoðaðu öll vínglös

„Glösin í STORSINT vörulínunni eru hugsuð til þess að nota árum saman við öll tilefni og fyrir alls konar drykki.“

Aaron Probyn, vöruhönnuður

 

Glös fyrir öll tilefni

Klassísk hönnun og þykkt gler – glösin þola bæði kalda og heita drykki og henta því fyrir kaffi, te, mjólk eða jafnvel skemmtilega sumardrykki. Hér er frískandi uppskrift:

Óáfengur rabarbarakokteill

2 cl nýkreistur greipsafi
2 cl nýkreistur límónusafi
2 cl rabarbarasýróp
6 cl sódavatn
Ísmolar
Skreytt með greipsneiðum og rabarbaralengjum

Skoðaðu POKAL línuna

Finndu réttu glösin

Skoðaðu öll glös og karöflur

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X