Aðstaða fyrir plöntuumhirðu

Ef þú hefur græna fingur og ert með autt pláss einhvers staðar er tilvalið að breyta því í aðstöðu fyrir garðyrkjuna, hvort sem það er inni eða úti. Þar geturðu geymt allt sem þú þarft til þess að umpotta og snyrta plönturnar og auðveldlega gripið í það.

Leyfðu plöntunum að njóta sín


Plöntur og blóm henta vel til að fegra heimilið. Með blómapottum og fallegum plöntustöndum sem tóna vel saman verður rýmið hlýlegt og lifandi.

 

Gefðu plöntunum gluggasætið

Leyfðu fleiri plöntum og blómum að njóta dagsbirtunnar. Gluggakistan er kannski ekki nógu stór fyrir allar plönturnar – þá er sniðugt að setja bekk eða hliðarborð við gluggann til þess að fleiri fái að njóta sólarinnar, og þú nýtur þess að hafa grænna heimili!

Auðveldar í umhirðu og alltaf grænar!

Gerviblóm lífga upp á rýmið á sama hátt og alvöru plöntur en eru mun auðveldari í umhirðu – þau þurfa hvorki sólarljós né vatn!
 

Aftur efst
+
X