RÅGRUND
Hillueining,
33 cm, bambus

10.950,-

9.950,-

Nýtt lægra verð


RÅGRUND
RÅGRUND

RÅGRUND

10.950,-
9.950,-
Vefverslun: Uppselt
RÅGRUND baðherbergishúsgögnin gefa baðherberginu hlýju, þola vel skvettur og að heimilisfólkið fari í langar sturtuferðir. Náttúrulegur efniviður úr bambus er endingargóður og hentar vel í herbergjum þar sem er mikill raki, eins og baðherbergjum.
RÅGRUND hillueining

Kennslustund um bambus – frá Kína til þín

Við lærum um daglegt líf inni á heimilinu frá viðskiptavinum IKEA, en þeir eru ekki þeir einu sem hafa eitthvað að kenna okkur. Þegar við byrjuðum að huga að því að framleiða húsgögn úr bambus uppgötvuðum við margt nýtt og lærðum margt af manni í Kína sem við kölluðum „Bambus-prófessorinn“.

Í byrjun ætluðum við ekki einu sinn að nota bambus í RÅGRUND baðherbergishúsgögnin; við ætluðum að hanna rúm. Eftir smá umhugsun og prófanir áttuðum við okkur á því að bambus hentar betur inn á baðherbergi. Af hverju? Aðallega vegna þess að bambus er grastegund sem vex í hitabeltinu – í loftslagi sem er ekki ólíkt því sem er á heitu og röku baðherbergi. Bambus vex á sjálfbæran hátt og er endurnýjanlegur, sem er okkur mikilvægt. Hönnunarteymið okkar elti nýju hugmyndina alla leið frá höfuðstöðvum IKEA úti í Svíþjóð til verksmiðju á bambusræktunarsvæði í Kína. Með því að heimsækja verksmiðjuna og vinna hönnunarvinnuna á verksmiðjugólfinu lærðum við heilan helling og náðum við að spara auðlindirnar með því að hámarka efnisnotkunina.

Að hitta „prófessorinn“

Einn þeirra sem heimsótti bambusverksmiðjuna í Kína, til að vinna að RÅGRUND húsgögnunum og stólnum með handklæðahenginu, var Damon Hird sem vinnur við vöruþróun. Hann segir að þar hafi þau hitt mann sem þau byrjuðu að kalla „bambus-prófessorinn“ vegna þess að hann kenndi þeim svo margt um að vinna með bambus. „Hann vissi hreinlega allt um þetta hráefni og gat sett upp stærðfræðijöfnur í huganum til að nýta hráefnið sem best og þar með draga úr því sem fer til spillis,“ segir Damon. „Það var alveg ótrúlegt,“ bætir hann við. „Hann gaf okkur svo margar hugmyndir um hvernig best væri að nota hráefnið og veitti okkur innsýn í hvað var hægt að gera og hvað ekki.“

Hannað fyrir daglegt líf heima

Í verksmiðjunni einbeitti teymið sér að því að sameina þekkingu sína um daglegt líf fólks á heimilinu – eins og þörfina fyrir meira hirsluplássi, hvernig á að nýta smærri rými til fulls og því að fólk vill gjarnan hafa stað til að tylla sér á inni á baðherbergi – ásamt öllu því nýja sem þau lærðu af „bambus-prófessornum.“ Eftir fimm daga vinnu snéru þau heim til Svíþjóðar með hönnun sem er nánast alveg eins og RÅGRUND stóllinn með handklæðahenginu. Stóllinn er ekki aðeins stóll, því undir honum er hilla og háa bakið virkar sem hengi fyrir handklæði eða fatnað. Hann passar einstaklega vel með öðrum vörum úr RÅGRUND línunni. Jafnvel þótt að RÅGRUND stóll með handklæðarekka sé ekki hannaður til þess að sitja á við prófalestur þá er boðskapur sögunnar sá að maður veit aldrei hvar og hvenær maður lærir eitthvað nýtt!

Sjá meira Sjá minna

Efni

Bambus

Bambus er sterkari og sveigjanlegri en flestar viðartegundir, þar sem trefjarnar eru lengri. Hann getur vaxið um allt að einn metra á dag og framleiðir tvisvar sinnum meira súrefni en aðrar viðartegundir. Bambusinn sem IKEA notar er tilbúinn til uppskeru eftir fjögur til sex ár. Bambus er gras en ekki tré, og því þarf ekki að gróðursetja nýjan í staðinn. Hann vex ekki eingöngu eins og gras heldur sáir hann sér líka eins og gras.

Energy and Resources

Hraðvaxandi bambus fyrir baðherbergið

RÅGRUND baðherbergislínan er gerð úr bambus og hentar því fullkomlega í rými þar sem getur myndast raki eins og á baðherbergi. Bambus er einstaklega vatnsþolinn, sterkur og vex mjög hratt.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X