Hagkvæmt og endingargott, við ábyrgjumst að varan þoli minnst 10 ár af daglegri notkun. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Veggfestingin auðveldar þrif á gólfum þar sem engir fætur eru fyrir.
Nútímaleg framleiðslutækni ver skúffurnar gegn rakaskemmdum. Þynnan liggur lóðrétt á spónaplötunni svo ekkert vatn kemst að óvörðum brúnum.
Skúffurnar renna mjúklega og er með skúffustoppurum, því er hægt að draga þær alveg út án þess að þær detti úr skápnum.
Skúffurnar eru búnar ljúfloku og lokast því hljóðlega í hvert skipti. Því er engin hætta á klemmdum fingrum.
Neðri skúffan er djúp og rúmar vel stærri hluti eins og handklæði og hárþurrkur. Efri skúffan hentar vel fyrir minni hluti eins og bursta, krem, spreybrúsa og aukahluti.
Þú nýtir rýmið í skúffunum betur því snjöll hönnun vatnslássins leiðir rörin aftast í skápinn.
Auðvelt er að setja skúffurnar saman.
Með vatnssparandi búnaðinum sparar þú vatn og orku í hvert skipti sem þú skrúfar frá blöndunartækinu.
Þú færð hefðbundið útlit og einstakan stíl með skúffuframhliðum úr þiljum og innrömmuðum spegli.
Borðplata með kringlóttri handlaug er snyrtileg og einföld lausn sem setur svip á herbergið. Auðvelt er að para hana við önnur húsgögn.
Ávöl handlaugin myndar andstæðu við ferhyrnda lögun húsgagnanna. Það er pláss fyrir tannbursta, sápudælu og minni hluti við hliðina á handlauginni.
Spegilskápurinn nýtir veggplássið vel og auðvelt er að nálgast hlutina. Speglarnir eru með öryggisfilmu sem dregur úr skemmdum ef þeir brotna.