Passar á rúmið hvort sem það er í hárri eða lágri stöðu.
Varan hefur verið prófuð og er án allra efna og þalata sem geta skaðað húð eða heilsu barnsins.
Það er lítið mál og fljótgert að festa tjaldið á rúmið, en það er líklega ekki sniðugt að gera það rétt fyrir háttatíma.
Það er lítið mál að halda tjaldinu við, þú þurrkar af því ryk og bletti með rökum klút.
Tjaldið er opið á stuttu hliðunum en dregur í sig sólarljós og birtu frá lömpum í kring.
Litríkur heimur hafjúpanna er jafn töfrandi hvort sem þú ert inni í tjaldinu eða fyrir utan það því endurunnið pólýesterefnið er gegnsætt.
Efnið er úr endurunnu pólýester. Með því að nota efni sem annars yrði hent erum við skrefi nær sjálfbærari framtíð.