Hentug hirsla fyrir aukaplötuna er undir borðplötunni.
Hvert borð er einstakt, með mismunandi æðamynstri og náttúrlegum litbrigðum sem eru hluti af þokka viðarins.
Snjöll hönnunin gerir það að verkum að það eru engin skil á milli platna þegar borðið hefur ekki verið stækkað.
Ein manneskja getur auðveldlega lengt borðið þegar gesti ber að garði.
Borðið stenst ströngustu kröfur okkar um stöðugleika, endingu og öryggi þannig að það þoli daglega notkun í fjölda ára.
Bólstrað sæti dreifir þyngd vel og dregur úr álagi.
Stóllinn stendur stöðugur þar sem hann er með stálgrind.
Stóllinn er með þægindi á við sófa og getur því verið sem aukasæti inni í svefnherbergi, forstofunni, stofunni eða hvar sem þú vilt hafa þægilegan stað til að tylla þér án þess að það taki mikið pláss.
Tonerud áklæðið er úr mjúku pólýesterefni með tvítóna flókaáferð.