HJÄLPA
Vírgrind með útdraganlegum brautum,
60x40 cm, hvítt

1.700,-

1.600,-

HJÄLPA
HJÄLPA

HJÄLPA

1.700,-
1.600,-
Vefverslun: Uppselt
HJÄLPA skipulagsvörur á borð við brautir, körfur, snaga og hillur hjálpa þér að fá sem mest út úr plássinu og halda hlutum í röð og reglu.
HJÄLPA vírgrind með útdraganlegum brautum

Hirsla sem breytist með þér

Heimilislífið breytist stöðugt, einhver flytur inn, barn fæðist, þú erfir fínustu vasa ömmu þinnar ... Þar sem rými er oft af skornum skammti getur reynst erfitt að finna pláss fyrir allt. Með PLATSA hirslunum vildum við þróa fjölþætta hirslu sem fylgir þér um ókomna tíð. Breytilega hirslu sem þú getur endurskipulagt og bætt við, byggt lóðrétt eða lárétt, til hliðar eða á milli. Hugsanlega uppgötvar þú glænýja staði sem nýtast við að geyma hluti.

„Einu verkfærin sem þörf er á eru hendurnar þínar." segir Freddy Kramer, starfsmaður í vöruþróun. Fyrir framan hann liggja þrír hlutir og á aðeins örfáum mínútum smellir Freddy þeim saman með tengi sem kallast blindnagli. Hann setur hverja hirsluna saman á eftir annarri og heill veggur af PLATSA hirslum myndast. „Þegar þú flytur er jafn auðvelt að taka þær í sundur," segir Freddy og útskýrir af hverju það skiptir máli: „Líf fólks er sífellt að breytast, við flytjum oftar, búum í smærri rýmum og jafnvel deilum þeim með öðrum. Þess vegna eru þarfir okkar breytilegar með tímanum." Þannig hófst PLATSA verkefnið. Freddy Kramer og samstarfsfélagar hans vildu finna hirslu sem hægt væri að aðlaga þessum breytilegu þörfum.

Taktu í sundur og settu aftur saman

Hugmyndin að baki PLATSA voru hirslur í ýmsum stærðum og Freddy sýnir hvernig hægt er að setja þær saman: lárétt, lóðrétt og líkt og þrep, og hvernig hægt er að ljúka við þær með hillum, körfum eða hurðum. „Þú getur einnig nýtt yfirborðið með snögum, krókum eða jafnvel sett slá á milli tveggja hirslna." Markmiðið var að skapa hirslur sem endast vel. Kannski byrjar PLATSA sem sjónvarpsbekkur í stofunni þinni og verður síðan að skáp undir súð í baðherberginu. Nokkrum árum síðar nýtist hirslan undir allan útifatnað í forstofunni. Þá er nauðsynlegt að þú getir tekið hann í sundur, bætt við hann og endurbyggt á fljótlegan og auðveldan máta án margra verkfæra. Það sem skiptir jafn miklu máli eru gæði; að hurðirnar þoli að vera opnaðar og lokaðar nokkrum sinnum á dag í ótal ár.

Ást í hvítum kassa

Hvernig getur þú haldið í gæði á sama tíma og þú heldur verðinu lágu? „Gæði á réttum stað," segir Freddy og opnar skáp. „Yfirborðið á hurðinni sem þú sérð og snerti á hverjum degi, er með mattri filmu með fínni áferð og það sem þú sérð ekki innan í skápnum er með einfaldari grunnfilmu." Rennihurðin er einnig dæmi um hvernig teymið fórnaði engum gæðum. „Ef hún rennur ekki mjúklega verður hún að daglegum óþægindum." segir Freddy á meðan hann rennir hurðinni til hliðar. Mikill tími og skuldbinding hefur farið í PLATSA og það hefur gefið af sér árangur. Freddy tekur skref aftur og pírir augun örlítið meðan hann horfir á hirslurnar fyrir framan sig. „Þessir tómu hvítu kassar eru kannski ekki stórkostlegir í fyrstu sýn en þeir eru í raun hvítir kassar fylltir ást." segir hann brosandi.

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er stál?

Stál hefur þá einstaka eiginleika að þó það hafi verið teygt og mótað þá heldur það styrk sínum. Það er notað til að styrkja allt frá skýjakljúfum og bílum að rúmgrindum og útihúsgögnum. Stáliðnaðurinn hefur verið að stefna í átt að orkunýtnari framleiðslu og betri gæðum. Stál tapar ekki eiginleikum þegar það er endurunnið og í dag er það eitt af þeim efnum sem mest er endurunnið í heiminum.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X