Með aukahlutum úr UPPSPEL og SKÅDIS línunum getur þú skapað þér hirslu fyrir allan aukabúnaðinn fyrir tölvuleikina. Seldir sér.
Ef þú þarft meira pláss getur þú sett nokkrar hirslutöflur saman — eða bæta við UPPSEL glerskáp með baki sem er eins og hirslutaflan. Seldur sér.
Með þessum fjórum aukahlutum getur þú hengt upp tölvuleikjadótið á UPPSPEL hirslutöflu eða á bakþilið í UPPSPEL glerskáp.
Segulröndin er afar hentug til að geyma smáverkfæri, skrúfur og aðra smáhluti úr málmi sem þú vilt hafa við höndina þegar þú setur saman eða gerir við tölvuna.
Með teygjuböndunum tveimur getur þú fest upp hluti eins og rafhlöður, rafmagnssnúrur, stýripinna og annan tölvuleikjabúnað sem þú vilt hafa við höndina.
Þú getur hengt upp og sýnt heyrnartólin eða stýripinnana á snaganum. Litlu ólarnar eru mjúkar að innan og halda því búnaðinum á sínum stað án þess að skemma hann.
Auðvelt að festa á sinn stað og færa til og fjarlægja – engin þörf á verkfærum.