HEMNES
Vegghilla,
42x118 cm, hvítt

14.950,-

4.950,-

ekkert valið
HEMNES
HEMNES

HEMNES

14.950,-
4.950,-
Vefverslun: Uppselt
Hár og nettur og passar því vel í þröngum rýmum. Bættu við nokkrum flöskum og skrautmunum til að gefa hillunni persónulegt yfirbragð. Með opinni hirslu ert þú með góða yfirsýn og það er auðvelt að finna það sem þarf.
HEMNES vegghilla

Hvernig við fengum aðstoð við að þróa HEMNES

Hvað þarft þú inn á baðherbergið til að það verði hentugra og skipulagðara? Venjulega leitum við upplýsinga í skýrslum og rannsóknum til að finna það út, en þegar við unnum að hönnun HEMNES baðherbergishúsgagnanna ákváðum við að prófa eitthvað nýtt. Við buðum fólki sem vinnur ekki við vöruþróun til að hanna vörurnar með okkur og finna nýjar og óvæntar lausnir.

„Við settum saman hóp af fólki á netinu, sem tók þátt í öllu ferlinu allt frá hugmyndavinnu að prófunum á frumgerðum“ segir Karolina Hötzeneder einn þátttakenda. „Þannig fengum við tillögur og ábendingar frá fólki sem veit hvernig daglegt líf virkar en vinnur ekki við vöruþróun við að jafnaði.“

Lausnir fyrir daglegt líf

Fyrsti pósturinn hljóðaði svona: „Hvað vilt þú gera við HEMNES?“ Næstum 30 tillögur komu til baka. Lina Säfström var ein af þeim hugmyndaríkustu en hún býr í leiguhúsnæði í smábæ í suðurhluta Svíþjóðar. „Ég held að ég hafi sömu þarfir og aðrir í minni stöðu,“ segir Lina. „Þess vegna lagði ég til að við gerðum netta þvottakörfu sem hægt væri að sitja á. Mjög hentugt þegar verið er að bursta tennurnar eða klippa táneglurnar.“

Fleiri hausar, fleiri hugmyndir

Hópurinn fékk að kjósa um hvaða lausnir yrði haldið áfram að vinna með. Hugmynd Linu var ein af þeim sem valin var. Hún þróaðist svo áfram og varð að HEMNES bekknum. Til viðbótar við bekkinn hannaði hópurinn þrjár aðrar vörur; opinn vaskaskáp, vegghillu og háan veggskáp með glerhurð. „Þessi vinnuaðferð er svolítið eins og að spila borðtennis – hugmyndum er kastað fram og til baka á fullu,“ segir Karolina Hötzeneder brosandi. „Hún sýnir okkur líka að fleira fólk kemur með fleiri hugmyndir og að það er hægt að leysa fleiri hversdagsleg vandamál með samvinnu.“

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er trefjaplata?

Trefjaplata er stöðugt og endingargott efni sem unnið er úr afgöngum frá viðariðnaði. Hún er klædd endingargóðu lagi af málningu eða plastþynnu. Munurinn á mismunandi gerðum af trefjaplötum, eins og HDF og MDF, felst aðallega í þykktinni en einnig hversu höggþolnar þær eru. Þetta ákvarðar hvort við notum þær í rúmgrindur, sófa, eldhúsframhliðar, fataskápahurðir eða eitthvað annað.

Form/Hönnunarferli

Hvernig við fengum aðstoð við að þróa HEMNES

Í hönnunarferlinu á HEMNES baðherbergislínunni báðum við hóp af fólki sem vinnur ekki við vöruþróun að aðstoða okkur. Fleira fólk færir okkur fleiri hugmyndir og leiðir til að leysa hversdagsleg vandamál heimilisins. Þess vegna inniheldur HEMNES línan í dag bekk með hirslu, opinn vaskaskáp, vegghillu og háan veggskáp með glerhurð.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X