Sjálfbærara efni
KOLLUND
Motta, flatofin,
170x240 cm, handgert grátt

49.990,-

Magn: - +
KOLLUND
KOLLUND

KOLLUND

49.990,-

Sendingarkostnaður er 9.500,-

Reikna sendingarkostnað

Vefverslun: Til á lager
Handofin af færu handverksfólki og því er hver motta einstök. Framleitt í Indlandi í handverksmiðstöðvum sem bjóða upp á góðar vinnuaðstæður og sanngjörn laun. Úr 100% ull.

Hugleiðingar hönnuða

Paulin Machado hönnuður

„Vinnan við KOLLUND mottuna byrjaði á hugmynd sem ég ræddi við vana vefara. Með þeirra hjálp og kunnáttu fundum við lausn sem hægt væri að handvefa auðveldlega. Tveir vefarar sitja hlið við hlið og vinna mynstrið saman, einn átthyrning hvor. Þessi vinna krefst góðrar samvinnu, eins og tangó. Ég vona að bæði þú og fæturnir kunnið að meta handverkið í mjúku og fallegu mottunni.“

Efni

Hvað er ull?

Ull er hentugt efni sem kemur venjulega af kindum. Óunnin ull er þvegin og síðan spunnin í garn. Ullarmottur eiga marga kosti. Þær eru mjúkar, hlýjar, það er þægilegt að ganga á þeim og þær endast líka vel. Þær eru líka blettavarðar, þar sem ullin inniheldur náttúrulega olíu sem hrindir frá óhreinindum. Sem þýðir að óhreinindin halda sig á yfirborðinu en fara ekki inn í mottuna. Allar ullamottur fara úr hárum - sumar meira en aðrar - ryksugaðu þær reglulega til að hindra að laus hár berist út um allt.

People and Communities

Handgerðar mottur sem hlúa að hefðinni

Mottuvefnaður á sér ríka sögu og handtökin hafa lærst á milli kynslóða. Þeim er meðal annars haldið á lofti af færu handverksmönnum og konum sem vefa IKEA mottur í vefnaðarsetrum sem við höfum samþykkt. Þar getum við tryggt velferð listafólksins og samfélagsins þeirra og hráefnanna sem við notum. Því getur þú hjálpað okkur að stuðla að jákvæðum breytingum á sama tíma og þú eignast einstaka handgerða mottu.

Eiginleikar

Fljúgandi teppi heyra sögunni til

STOPP og STOPP FILT eru stöm undirlög sem halda mottunum þínum á sínum stað svo enginn detti um þær. Klipptu undirlagið í hvaða stærð sem er. STOPP FILT, sem er 4 mm á þykkt, hjálpar líka til við að vernda handhnýttar mottur og lætur allar motturnar þínar virðast þykkari og mýkri.


Aftur efst
+
X