Júta er endingargott, endurvinnanlegt efni með náttúrulegum litbrigðum.
Mottuna má nota á allar tegundir gólfa, líka upphituð gólf.
Þú getur notað báðar hliðarnar á mottunni og því þolir hún meiri notkun og endist lengur.
Júta er náttúrulegt efni sem skapar hlýja og róandi stemningu í rýminu.
Þessi vara er framleidd af Classical í Bangladesh – félagslegu fyrirtæki sem skapar störf og stöðuga innkomu fyrir konur á dreifbýlum svæðum með framleiðslu á vörum úr júta.
IKEA vinnur með félagslegum fyrirtækjum víðs vegar um heim til þess að hanna einstakar vörur og skapa störf fyrir fólk sem þarf mest á því að halda.
Kemur vel út með öðrum vörum í MÄVINN línunni.
Blómamotta úr náttúrulegu hráefni sem þolir mikla notkun án þess að fölna.