Með snjallvörum úr IKEA verður ýmislegt einfaldara þegar kemur að lýsingu, hátölurum, rúllugardínum og lofthreinsitækjum.
Með því að tengja vöruna við DIRIGERA gáttina opnast fleiri möguleikar og þú getur stýrt henni ásamt öðrum snjallvörum í IKEA Home smart appinu.
Með IKEA Home smart appinu getur þú deyft ljósin, dregið upp gardínur, kveikt á tónlist, stýrt ákveðnum herbergjum, stillt sérstakar senur, tengt raddstýringu og fleira.
Breyttu lampa eða litlu raftæki í snjalltæki með þessu þráðlausa millistykki fyrir fjarstýringarbúnað.
Þú getur andað rólega þegar þú ferð að heiman því þú getur slökkt á kaffivélinni, lampanum eða öðrum tækjum þótt þú sért ekki heima.
Notaðu IKEA Home smart appið eða fjarstýringu/þráðlausan dimmi til að kveikja eða slökkva á millistykkinu (hægt er að tengja allt að tíu millistykki á eina fjarstýringu).
Í IKEA Home smart appinu getur þú kveikt og slökkt á innstungunum hvenær sem er eða sett tímastillingu ásamt öðrum snjallvörum.