Auðvelt er að halda áklæðinu hreinu því hægt er að taka það af og setja í þvottavél.
Bakpúði með fyllingu úr pólýestertrefjum gefur bakinu góðan stuðning. Púðanum má snúa við.
Úrval áklæða gerir þér kleift að gefa húsgögnunum þínum nýtt útlit þegar þér hentar.
Sessur fylltar með eftirgefanlegum svampi og pólýestertrefjavatti veita þægilegan stuðning við líkamann og eru fljótar að ná fyrri lögun eftir að staðið er upp.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Áklæðið er úr Hallarp efni sem er úr bómull og pólýester. Það er mjúkt, notalegt og endingargott – vefnaðurinn gefur efninu áþreifanlega áferð í tveimur fallegum litatónum.