Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Hildur hannar fyrir IKEA

Litadýrð og gleði svífa yfir nýjum vörum sem grafíski hönnuðurinn Hildur Sigurðardóttir hannaði nýverið fyrir IKEA. Vörurnar tilheyra TJENA og LANKMOJ vörulínunum. Skemmtilegar minnisbækur ásamt litríkum og fallegum smáhirslum sem nú má finna í versluninni okkar. 

„Mig langaði að fanga litríku formin og stemninguna sem finna má í Mexíkó. Var einmitt nýkomin úr ferðalagi þaðan á gamlar slóðir þegar verkefnið kom til. Ég minntist með hlýju gleðilegra tíma og með innblæstri frá mexíkóskum byggingarstíl og allri litadýrðinni vann ég munstrin á TJENA og LANKMOJ vörurnar.“

Hildur Sigurðardóttir

Skoðaðu TJENA vörurnar hér.

Skoðaðu LANKMOJ vörurnar hér.