Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Jafnlaunastefna

IKEA á Íslandi skuldbindur sig til að greiða jöfn laun og sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu og jafnverðmæt störf óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðunum.

Starfsfólk að störfum

IKEA á Íslandi skuldbindur sig til að:

  • Fylgja lagalegum kröfum og reglum um launagreiðslur, kjör og jafnrétti
  • Framkvæma launagreiningu árlega
  • Halda úti menntunar-og hæfniskrá yfir starfsmenn fyrirtækisins
  • Bregðast við athugasemdum um órökstuddan launamun
  • Framkvæma reglubundna innri úttekt á jafnlaunakerfi fyrirtækisins
  • Fá hlutlausan utanaðkomandi aðila til að framkvæma ytri rýni að minnsta kosti einu sinni á ári
  • Kynna jafnlaunastefnuna starfsfólki
  • Hafa jafnlaunastefnuna aðgengilega almenningi
  • Endurmeta stöðugt og betrumbæta jafnlaunakerfið í heild sinni

Jafnlaunastefnan og framkvæmd hennar er hluti af jafnréttis- og launastefnu fyrirtækisins. Allir stjórnendur fyrirtækisins skuldbinda sig að framfylgja henni en endanleg ábyrgð liggur hjá starfsmannastjóra fyrirtækisins.