Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Jólin þín byrja í IKEA

Hversdagsleikinn verður alltaf aðeins sérstakari á þessum tíma árs. Hér finnur þú innblástur og hugmyndir til að gera heimilið hlýlegra og taka vel á móti hátíðinni – eins og þig hefur ávallt dreymt um.

ikea
ikea

Lýstu upp heiminn

Þessi ævintýralega hátíð væri ekki sú sama ef ekki væri fyrir fólkið sem lýsir hana upp. Það getur verið alveg einstakt að ganga um götur og sjá ljósin birtast ... hvert einasta ljós sem þú hengir upp í glugga eða setur út á svalir er ekki aðeins fyrir þig, heldur alla sem sjá það!

Veisla fyrir alla

Stór hluti hátíðarinnar er undirbúningurinn og því er kjörið að njóta samveru fjölskyldunnar og fá börnin með í lið til að gera þennan sérstaka tíma að töfrandi stund. Fáðu yngri kynslóðina til að aðstoða við að dekka borðið, útkoman gæti komið skemmtilega á óvart!

IKEA

Tillaga að litaþema eða hugmynd að borðskrauti getur verið það sem kveikir neistann að sköpunargleði og hjálpsemi ungra huga. Látum undirbúninginn hefjast!

Hulunni svipt af

Þú hefur fundið fullkomnar gjafir fyrir fólkið þitt. Gerðu vandlega völdu gjöfunum hátt undir höfði. Það er auðvitað innihaldið sem skiptir máli en umbúðirnar geta sannarlega ýtt undir gleðina.

Hvort sem þú gefur þér mikinn eða lítinn tíma í að pakka inn gjöfum þá eru hér nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem þú getur leikið þér með.

ikea
IKEAalt

Brot af nýjum jólavörum

Bættu við bliki

Við höldum stundum að við vitum allt sem hægt er að vita um jólin en á hverju ári uppgötvum við nýjar hefðir – eða jafnvel gamlar – og verðum vandræðalega spennt! Í ár viljum við færa stofunni þinni ferska hátíðarstrauma með skrautmunum sem sækja sér innblástur til jólahefða úr öllum áttum – skógardýr með töframátt, tré sem umbreytast með ljósum og stjörnublik í kvöldmyrkrinu. Það er engin tilviljun að jólasveinnin kemur frá Skandinavíu!

ikea
ikea

Gjörðu svo vel!

ikea
ikea