Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

KARISMATISK – tímabundin lína

Heimilið endurspeglar hver þú ert þegar það er prýtt munum sem gleðja þig. Fáir þekkja jafn vel gleðina sem fylgir sjálfstjáningu eins og breska tískugoðið Zandra Rhodes. Því hófum við samstarf við hana og hönnuðum KARSIMATISK, tímabundna línu sem snýst um að sýna þinn karakter í þínu rými! Línan skartar ævintýralegum mynstrum og glaðlegum litum, þessir munir segja „hér er ég!“.

IKEA

„Nafnið KARISMATISK er fullkomið fyrir línuna, sem mér finnst snúast um karakter og kraft.“


Zandra Rhodes

Vertu þú sjálf og aðrir munu fylgja

„Ekki hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst um þig“ – er eitt af eftirlætis mottóum Zandra Rhodes. Zandra hefur verið brautryðjandi afl í tískuheiminum í yfir fimm áratugi og fagnar einstaklingseðlinu í öllu sínu veldi. Með KARISMATISK línunni er hún að færa heimili þínu ögn af sjálfsöryggi og sjarma sínum og gera þér þannig kleift að tjá persónuleika með fallegum litum, mynstrum og áhugaverðum munum.

Skoðaðu KARISMATISK línuna

IKEA

„Ég held að það verði ótrúlega gaman að búa með öllum þessum hlutum – þeir koma til með að lyfta upp heimilisandanum“


Zandra Rhodes

Það er ekki hægt að hafa of mikið af litum og mynstri

Skærir litir og mynstur blása lífi í KARISMATISK! Blóm, bylgjumynstur og stjörnur eru klassísk mótíf hjá Zandra og skreyta KARISMATISK mottur og púða. KARISMATISK kassar og öskjur í skærbleiku, bláu og gylltu færa skipulaginu gleði.

Skoðaðu KARISMATISK línuna

Smáhlutir á heimilið sem eru bæði hentugir OG stórkostlegir!

Þó KARISMATISK sé glæsileg, þá er hún einnig hentug. Þessir munir eru hannaðir til að vera notaðir og dáðst að. Zandra færir hinum fræga FRAKTA poka algjöra yfirhalningu. Blái liturinn víkur fyrir skærbleikum og pífum. „Hann er fjölnota og stórkostlegur!“ segir Zandra.

Skoðaðu KARISMATISK línuna

Klæddu heimilið

KARISMATISK fagnar ferli Zandra sem tísku- og textílhönnuður með ævintýralegum mynstrum. Það sem meira er þá fylgja vefnaðarvörunum snið til að sauma kaftan-kjól. „Hann er virkilega einfaldur og skemmtilegt fyrir alla að setja saman!“ segir Zandra.