Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Úr hverju verða IKEA húsgögn árið 2030?

Áður en árið 2030 gengur í garð verður allt hráefni sem IKEA notar endurnýtanlegt eða endurunnið. KNIXHULT er okkar framlag til þess umhverfisvæna lífsstíls sem koma skal og við fylgjum því eftir með vörulínu af handgerðum bambuslömpum. Kíkjum á hvernig þeir urðu að veruleika ...

KNIXHULT lampar og lampaskermar úr bambus frá IKEA.
TISKEN línan frá IKEA er úr endurnýjanlegum bambus.

Hugmynd fyrir framtíðina

Þegar kemur að framtíðarlegri hönnun þá er bambus líklega ekki það fyrsta sem manni dettur í hug. Af hverju var hann valinn fyrir KNIXHULT? Bambus er bæði ein hraðvaxnasta planta heims og endurnýjanlegt hráefni. Þegar unnið var að því að loka hringrásarferli framleiðslunnar leitaði vöruhönnuðurinn Anna Granath og starfsfólk í ljósadeild IKEA til verðlaunahönnuðarins í sjálfbærri hönnun, Emma Olbers.

„Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og við þurfum að byrja að nota þær skynsamlega. Fyrir mig snýst hönnun sem lokar hringnum um að geta horft í augu yngri kynslóðarinnar, vitandi að þú gerðir eitthvað til að tryggja að heimurinn verði til staðar.“

Anna Granath, vöruhönnuður hjá IKEA

Mismunandi vefnaður úr bambus
Starfshópur IKEA ferðaðist til Víetnam til að kanna hráefnið bambus.

Ný hefð fyrir handverki

Starfshópur IKEA ferðaðist til Víetnam til að kanna birgðakeðju bambuss og vinna með handverksfólki á staðnum. Þetta var lærdómsríkt ferli fyrir alla. „Að vinna með hráefnið í sinni náttúrulegustu mynd gerði okkur kleift að sýna eiginleika þess og nota meira af því,“ segir Anna. Nýting bambuss er venjulega um 18% af plöntunni og KNIXHULT nýtir allt að 65% af plöntunni.

„Við vildum gera vöru sem hefur eins lítið kolefnisspor og mögulegt er. Bambus er í raun kolefnisjákvæður því hann vex hratt og tekur upp koltvíoxíð úr andrúmsloftinu meðan hann vex.“

Emma Olbers, verðlaunahönnuður

Bambus.

„Við viljum að náttúruleg efni fangi þann margbreytileika sem einkennir þau líkt og mannfólkið. Við erum öll mismunandi og fundum fegurðina í breytileika bambussins.“

Emma Olbers, verðlaunahönnuður

KNIXHULT lampinn frá IKEA
KNIXHULT lampinn frá IKEA

Taktu sjálfbæra hönnun með þér heim

KNIXHULT lampinn fæst í þremur gerðum, sem gólflampi, borðlampi og loftljós. Það besta við þá er sjálfbærnin; líf þeirra endar ekki hér. Ekkert plast er notað í pakkningarnar og lamparnir sjálfir eiga ekki eftir að enda í landfyllingu. „Ef þú ferð vel með KNIXHULT lampann þinn þá endist hann vel,“ segir Emma. „Þegar líða fer á lífsferilinn er auðvelt að taka hann í sundur og setja í endurvinnslu.“

„Við, viðskiptavinir, þurfum líka að taka ábyrgð. Þegar þú kaupir eitthvað, leitaðu að endurunnum efnum eða vörum með lítið kolefnisspor. Verður það fallegra með aldrinum? Er auðvelt að laga það? Er hægt að setja vöruna í endurvinnslu?“

Emma Olbers, verðlaunahönnuður


KNIXHULT lamparnir fást í verslun og á vefnum.