Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Fjögur ráð fyrir mjög lítil heimili

Heimili eru almennt að verða minni, en það er alltaf pláss fyrir skapandi hugmyndir. Skoðaðu eitthvað af hugmyndunum hér fyrir neðan og athugaðu hvort það sé eitthvað sem hentar hjá þér.

IKEA hvít eldhúsinnrétting.

Skapandi uppröðun

Með hvítum hirslum virðist herbergið stærra. Það er þó ekki eina lausnin til að „stækka“ heimilið. Þú getur horft á hvítt umhverfið sem ómálaðan striga og leyft hugmyndafluginu að njóta sín á hillunum. Hversdagslegir hlutir geta orðið fallegir skrautmunir ef þeim er stillt upp á réttan hátt.

IKEA eldhús.
JANSJÖ lampi.

Aukahlutir sem auðvelt er að færa

Hér eru bækurnar geymdar undir hárri rúmgrind og til að útbúa lítið lestrarhorn er klemmulampi festur við rúmið. Svo er auðvelt að færa lampann á skrifborðið eða í eldhúsið ef þig vantar meiri birtu.

Notaðu veggina

Ef þér þykir skemmtilegt að fá gesti ekki láta plássið aftra þér. Auka stólar geta tekið dýrmætt pláss. En við erum með lausn, settu snaga á vegginn og geymdu létta samanbrjótanlega stóla á þeim fyrir óvænta gesti og matarboðið.

Stólar á vegg.
Vegglampi úr barnadeild.

Skemmtilegir hagnýtir hlutir

Hafðu hagnýta hluti skemmtilega! Vegglampi sem er í laginu eins og stjarna getur getur lífgað upp á svefnherbergið. Nytsamlegur lampi sem gæðir svefnhornið lífi. Þó lampinn sé úr barnadeildinni má vel nýta hann á fleiri stöðum. Rúmföt eru einnig áberandi í svefnrýminu, hér hentar að hafa þau ljós svo þau minnka ekki rýmið.