Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Litla listafólkið

Sköpunargáfan fær lausan tauminn

Í öllum börnum býr listamaður. Hjá sumum er hann auðfundinn en hjá öðrum þarf að virkja hann á einhvern hátt. Hér eru þrjár leiðir til að virkja sköpunarkraftinn á einfaldan hátt.

Vinnustofa málarans undir borði

Ímyndunarafl barna er öflugt og þau eru það einnig. Þess vegna er góð hugmynd að vera með færanlega listasmiðju. Áhöld sem auðvelt er að færa til, eitthvað til að þurrka upp með ef það sullast – og þá er hægt að elta ímyndunaraflið hvert sem er.

Töframottan sem tekur endalaust við

Sama hversu mikið við kunnum að meta listrænan metnað barnanna okkar þarf að gera varúðarráðstafanir. Gólfhlífin kemur í veg fyrir að listaverk myndist þar sem það á ekki heima.

Færanleg hirsla fyrir sköpun

Liti, pensla, málningu og fleira. Allt á sama stað og skipulagt hvert sem þú ferð. Tilvalið fyrir tilvonandi listamenn. Nú geta þeir farið hvert sem er.

Listasmiðja sem passar í skáp

Þegar listafólkið á heimilinu er mjög afkastamikið er tímabært að útbúa aðgengilega listasmiðju sem er alltaf opin. Þú þarft aðeins tvo skápa til að rúma allt. Skáparnir halda auðveldlega utan um pappíra, pensla og fleira og þægilegt er að taka áhöldin út og ganga frá þeim þegar listaverkið er tilbúið.

Lítið gallerí

Það er sniðug lausn að hafa hengi fyrir veggspjald innan á skápahurðinni til að sýna nýjasta listaverkið eða til að hengja til þerris.

Hafðu nýjastu listaverkin á vísum stað

Í lítilli listasmiðju getur gott skipulag komið að góðum notum. Málningarílát passa t.d. vel á litla kryddhillu og pottlokastandur kemur sér vel til að þurrka listaverkin.