Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Mannauðsstefna

Orð tengd sjálfbærni skrifað með grænmeti
Starfsfólk við vinnu

Stefna IKEA er að ná langvarandi árangri. Lykillinn felst í mannauði fyrirtækisins. Með orðinu mannauður er átt við þekkingu, reynslu og hæfni starfsmanna.

Frumkvæði og dugnaður starfsmanna er mikils metinn hjá IKEA. Að okkar mati felst raunverulegur ávinningur í að nýta þekkingu og reynslu starfsmanna sem best. Að því vinna starfsmenn og stjórnendur saman hjá IKEA.

Við byggjum mannauðinn upp m.a. með því að:

 • Vanda til ráðninga

 • Bjóða upp á hvetjandi starfsumhverfi

 • Stuðla að starfsþróun

 • Taka mið af hagsmunum starfsmanna

 • Veita góða upplýsingamiðlun

 • Stunda faglega stjórnunarhætti

Starfsfólk IKEA:

 • Sýnir metnað í starfi og ábyrgð

 • Gerir sitt besta

 • Er gætt þjónustulund

 • Er opið fyrir framþróun

 • Er hógvært, opið og samvinnuþýtt

 • Býr yfir mikilli kostnaðarvitund

 • Virðir samstarfsfélaga og kemur fram af hreinskilni

 • Sýnir hógværð og samvinnuþýði

 • Er jákvætt

Starfsfólk að störfum
Starfsfólk að hlæja
Starfsfólk að spjalla
Verslun IKEA á Íslandi

Fyrirtækið IKEA:

 • Veitir þér tækifæri til að starfa hjá vaxandi fyrirtæki með lífvænlega viðskiptahugmynd

 • Býður upp á þróun í starfi

 • Gerir þér kleift að starfa í umhverfi þar sem starfsmenn og góður liðsandi eru lykilatriði

 • Býður þér upp á starf við sanngjarnar og öruggar aðstæður