Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Matarílát með umhverfismarkmið

IKEA 365+ er ný lína af matarílátum og lokum úr mismunandi hráefnum í nokkrum stærðum – sem hægt er að nota á marga vegu. Línan hefur vakið verskuldaða athygli en hún fékk GOOD DESIGN verðlaun fyrir frumlega hönnun sem skarar fram úr. GOOD DESIGN verðlaunin eru ein af elstu og virtustu hönnunarverðlaununum á alþjóðavísu og erum við því ákaflega stolt af þessu. Möguleikar matarílátanna eru margir, þú setur loftþétt plastlok á matarílát úr gleri þegar þú þarft að flytja matinn, svo velur þú silíkonlokið þegar þú hitar matinn upp frá því í gær og notar bambuslokið þegar þú berð fram eftirlætisréttinn þinn heima í stofu. Sniðug og einföld lausn á flóknu vandamáli. Og það er, ef þú spyrð okkur, eitthvað sem heimurinn þarf meira af.

IKEA 365+ matarílát eru fjölbreytt og umhverfisvæn þar sem þau hjálpa til við að minnka matarsóun

Matarsóun er eitt af stærstu vandamálum okkar tíma. Í flestum löndum er allt of miklum mat sóað. Það er ástæðan fyrir því að við hjá IKEA ákváðum að leggja okkar af mörkum við að draga úr sóun með því að auðvelda fólki að geyma og fara vel með matvæli. Á heimilinu. Í vinnunni. Í lautarferðinni. Hvar sem er. Við heimsóttum fólk og fylgdumst með heimilisvenjum þeirra í nokkrum löndum og út frá því þróuðum við IKEA 365+ línuna til að auðvelda geymslu á matvælum og taka þau með þér.

Skoðaðu IKEA 365+ matarílátin

IKEA 365+ nestistaska
IKEA 365+ matarílát með hófum fyrir nestið

Tilbúin þegar þér hentar

Eitt af því sem var áberandi í heimsóknum okkar var að fólki fannst of mikið umstang við að velja og útbúa hollari mat og ástæðan var hraðinn sem við lifum á í dag. En ekki lengur!

Við bættum og einfölduðum IKEA 365+ línuna svo að vandamál eins og finna rétta lokið sé úr sögunni. Ílátin eru nú í hæfilegri stærð fyrir máltíð og eru gegnsæ svo þú sjáir innihaldið. Og fyrir þá sem vilja hafa matinn aðskilinn, bættum við nestisboxi við með lausum hólfum sem eykur möguleikann á því að hafa fjölbreytta máltíð meðferðis hvert sem er. Það að bjóða upp á fleiri möguleika til að geyma matvæli, er hluti af okkar markmiði við að hjálpa heiminum að taka betri ákvarðanir þegar kemur að vali á mat.

IKEA 365+ glerílát notuð í matargerð
IKEA 365+ platstílát notuð fyrir bakstur

Fyrir þá sem gefa sér tíma

Þegar það er einfaldara að kaupa tilbúin mat eða skyndibita eða örbylgjumat eða panta mat – er IKEA 365+ línan fyrir þá sem setja matargerð í forgang. Fyrir þá sem gefa sér tíma. Fyrir þá sem vita að – oftar en ekki – þýðir lengri tími betra bragð.

Matarílátin eru líka fyrir þá sem vilja taka matinn með. Það er þægilegt að hafa þau meðferðis og þau viðhalda ferskleika matarins eins lengi og mögulegt er, sem dregur úr sóun. Plastlokið heldur ílátinu lofttæmdu og bæði plastílátið og glerílátið eru gegnsæ; sem tryggir að innihaldið sé alltaf sýnilegt. Markmiðið var að gera matarílátið eins snjallt og einfalt og hægt væri, svo þú gætir einbeitt þér að því sem skiptir mál. Galdra eitthvað girnilegt fram!

IKEA 365+ glerkrukkur
IKEA 365+ matarílát með hólfum og flaska
IKEA 365+ matarílát með hólfum og flöskur
KNAGGLIG kassi á IKEA notaður sem karfa á hjól. Í honum eru IKEA 365+ nestisbox og flöskur
IKEA 365+ platflaska með tappa.Tappinn er festur í tösku.
IKEA 365+ skipulag í skúffu
IKEA 365+ plastílát með loki í skúffu

Sérhannað skipulag

Við erum öll ólík. Við erum öll með mismunandi eldhús, þarfir, matreiðslustíl og mismunandi hugmyndir um hvernig búrskápurinn eða -skúffan á vera. Við hjá IKEA skiljum það. Það er ástæðan fyrir því að IKEA 365+ línan var ekki aðeins hönnuð með einfaldleika í huga — heldur einnig fjölhæfni.

Ílátin eru fáanleg í nokkrum nytsamlegum stærðum og gerð til að geyma allt frá nestispakka til mánaðarbirgða af hrísgrjónum. Það er hægt að stafla þeim í skápa eða skúffur og þá nýtist plássið vel. Lokunum er hægt að víxla að vild og það sem meira er þá eru plastlokin, glerílátin og plastílátin gegnsæ sem þýðir að þú sérð alltaf hvað er til. Fleiri form, meiri virkni, meiri tími fyrir þig. Og miklu minni sóun.