Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Menning og gildi

Við trúum að hver einstaklingur búi yfir verðmætri þekkingu

Við erum fjölbreyttur hópur af jarðbundnum og hreinskiptum einstaklingum með ástríðu fyrir húsbúnaði. Við komum víðsvegar að en deilum ákveðinni sýn: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta.“ Leið okkar við að framfylgja þessari sýn leggur grunninn að sameiginlegum gildum okkar. Gildin leiðbeina okkur í starfi og stuðla að framsækinni og heiðarlegri menningu fyrir alla. Við erum ávallt í leit að einstaklingum sem deila jákvæðu viðhorfi okkar og gildum.

ÖVERALLT hægindastóll og skemill

Gildi IKEA

Endurnýjun og endurbætur

Við leitum sífellt að nýjum og betri leiðum fram á við. Það sem við gerum í dag getum við gert betur á morgun. Leit að lausnum við ómögulegum vandamálum hefur mótað velgengni okkar.

Öðruvísi með tilgang

IKEA er ekki eins og önnur fyrirtæki og þannig viljum við hafa það. Við búum yfir hugrekki til að efast um þær lausnir sem eru til staðar, hugsa á óhefðbundinn hátt, prófa nýja hluti og þora að gera mistök – aldrei að ástæðulausu.

Deila og bera ábyrgð

Forréttindi eru fólgin í því að deila og bera ábyrgð. Að treysta hvert öðru, vera jákvæð og framsýni eru leiðir til að vaxa og dafna í starfi.

Einfaldleiki

Einföld, hreinskiptin og jarðbundin tilvera er hluti af arfleifð okkar úr Smálöndunum. Einfaldleiki snýst um að vera samkvæmur sjálfum sér og vera með báða fætur á jörðinni. Við höfum trú á fólki og virðum hvert annað, burtséð frá stöðu, kyni eða bakgrunni.

Samheldni

Við erum sterk þegar við treystum hvert öðru, þegar við stefnum í sömu átt og skemmtum okkur í samstarfinu.

Umhyggja fyrir fólki og jörðinni

Við viljum vera drifkraftur jákvæðra breytinga. Við höfum bæði tækifæri og auðlindir til að ná fram miklum og langvarandi breytingum, í dag og fyrir komandi kynslóðir.

Kostnaðarvitund

Flestir ættu að hafa efni á fallegu og hagnýtu heimili. Við skorum sífellt á okkur og aðra að gera meira úr minna án þess að fórna gæðum, notagildi, sjálfbærni, hönnun eða þægindum.

Sýna gott fordæmi

Í okkar augum verður forysta til með framkvæmd, ekki stöðu. Við skoðum gildi fólks áður en við lítum til kunnáttu og reynslu. Fólk sem er samkvæmt sjálfu sér og sýnir gott fordæmi. Það snýst um að vera besta útgáfan af sjálfum sér og laða fram það besta í fari annarra.

ÖVERALLT hægindastóll og skemill