Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Leiktu þér að leikföngunum sem hönnuð eru af börnum fyrir börn

SAGOSKATT línan er snúin aftur, en hún fæst aðeins í takmarkaðan tíma. Nú skipa línuna litríkir leikfélagar sem eru til í hvers kyns fjör. Alls bárust 87.000 teikningar í teiknisamkeppnina í fyrra og fimm þeirra voru valdar til að verða að alvöru mjúkdýri!

SAGOSKATT mjúkdýr 2018
SAGOSKATT monster

Taktu upp á einhverju skemmtilegu með vinalegu skrímsli

„Mig langaði bara að teikna eitthvað töff þannig að ég teiknaði skrímsli. Hann heitir Skrímsli og á daginn er hann alltaf að stríða og segja eitthvað fyndið." Rúnar, 8 ára, frá Íslandi.

Íslenskt mjúkdýr í fyrsta sinn!

Í teiknisamkeppninni í fyrra bárust okkur 173 myndir af draumamjúkdýrum barna. Þær voru hver annarri flottari en við þurftum að velja 20 myndir til að senda út í úrslitakeppnina. Það var mikill gleðidagur þegar við fengum tilkynningu um að teikning Rúnars Loga hefði verið valin til að verða að alvöru mjúkdýri! Nú er skrímslið hans komið í verslunina, tilbúið að veita öllum börnum félagsskap.

Skoðaðu öll SAGOSKATT mjúkdýrin hér

Rúnar Logi hönnuður

Smelltu og sjáðu myndband af því þegar við komum Rúnari Loga á óvart í skólanum og kynntum hann fyrir skrímslinu hans í fyrsta skipti.

SAGOSKATT shark

Kannaðu hafið með litríkum hákarli

„Ég teiknaði lítinn hákarl því ég elska að synda og mig langar að synda með litla hákarlinum. Á daginn held ég að hann ferðist um í sjónum.“ Jimin, 9 ára, frá suður-Kóreu.

SAGOSKATT seal

Sullaðu svolítið með selnum Undu

„Selurinn minn heitir Unda. Unda er mjög vinaleg og þegar hún er glöð klappar hún sér á magann með hreyfanum. Hún getur gert alls konar brellur eins og að kasta fiski upp í loftið af trýninu sínu. Fiskar eru bestu vinir hennar og þess vegna er Unda alltaf með einn fisk í vasanum.“ Natalia, 8 ára, frá Póllandi.

SAGOSKATT hedgehog-dinosaur

Kannaðu frumskóginn með risaeðlubroddgelti

„Ég gerði blöndu af broddgelti, risaeðlu og skrímsli. Ég litaði hann grænan því það er uppáhaldsliturinn minn. Kotten borðar bara ávexti. Kotten er með góðar klær sem hann notar til að klifra í trjám. Hann býr í frumskógi eða regnskógi þar sem er mikið af framandi ávöxtum og hann vill vera þar sem er heitt.“ Greta, 8 ára, frá Svíþjóð.

SAGOSKATT unicorn

Fljúgðu í skýjunum með Bleikum einhyrningi

„Ég teiknaði bleikan einhyrning sem heitir Bleikur einhyrningur og elskar að fljúga um himininn. Ég vona að börn um allan heim geti leikið sér með mjúkdýrið með mér.“ Peixin, 5 ára, frá Kína.