Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Við fáum íslenskt mjúkdýr í ár!

Það er með mikilli gleði og stolti sem við tilkynnum úrslitin í teiknisamkeppninni í ár. Teikning frá Íslandi var ein þeirra fimm sem valdar voru til að verða að alvöru mjúkdýri! Það var Rúnar Logi Guðjónsson, 8 ára, sem heillaði dómnefndina með fjörugu ímyndunarafli sínu með teikningu af skemmtilegu skrímsli. Þetta var í fjórða sinn sem teiknisamkeppnin var haldin og alls bárust 87.000 teikningar í keppnina. Hinir sigurvegararnir eru frá Svíþjóð, Suður-Kóreu, Kína og Póllandi. Teikningarnar fimm verða að mjúkdýrum sem koma út í línunni SAGOSKATT í haust.

SAGOSKATT er mjúkdýralína sem gefin er út í takmörkuðu magni og er alfarið hönnuð af börnum. SAGOSKATT mjúkdýrin eru þó ekki bara sæt og mjúk. Þau þjóna líka öðrum tilgangi. Leikur fyrir betra líf herferðin sem stendur yfir á haustin eftir að SAGOSKATT kemur í verslanir, er ætlað að hvetja alla til leiks. Öll velta af sölu línunnar fer svo til góðgerðarmála sem tengjast börnum. Þetta snýst því um að börn hjálpi börnum. Eins og undanfarin ár var fjöldi teikninganna gríðarlegur og meistaraverkin skiptu tugþúsundum. Þær eru sannarlega minnisvarði um einstaka sköpunargleði barna um allan heim.

Eins og undanfarin ár var fjöldi teikninganna gríðarlegur og meistaraverkin skiptu tugþúsundum. Þær eru sannarlega minnivarði um einstaka sköpunargleði barna um allan heim.

„Það er svo ótrúlega gaman að skoða allar teikningarnar og velja sigurvegarana. Og erfitt! Það er úr svo mörgum frábærum teikningum að velja. Í ár fengum við mikið af einhyrningum og skrímslum og furðuverur í regnbogalitunum. Líka uglur og mörgæsir,“ segir Bodil Fritjofsson sem starfar við vöruþróun fyrir Barna IKEA.

Þetta eru tekningarnar fimm sem dómnefndin valdi til að verða að alvöru mjúkdýri