Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

100% nemandi

Ertu nemandi sem fylgir ströngu skipulagi eða ferðu í gegnum námið á passlegum hraða? Ertu nátthrafn eða morgunhani? Eyðir þú nóttunum yfir skólabókunum eða á djamminu? Hvernig sem það er þá erum við með fjölbreytt úrval af snjöllum og hagnýtum lausnum fyrir lítil rými sem gera þau að óskaheimilinu.

IKEA er framsækið fyrirtæki sem vill mæta þörfum sem flestra. Við viljum veita nemendum sem búa í litlum rýmum innblástur með gagnlegum hugmyndum en hvernig mætum við þörfum þeirra? Til að fá svar við því sendi IKEA, í samstarfi við Netigate AB, nemendum í Englandi og Bandaríkjunum spurningalista um daglegt líf þeirra og 1.500 tóku þátt.

100% nemandi IKEA

Sumir nemendur vinna vel undir álagi. Aðrir ekki. Sumir eru skipulagðir á meðan aðrir leyfa hlutunum einfaldlega að ráðast. Sumir nemendur eyða nóttunum í að læra, aðrir fara á djammið. Sumir vaka frameftir en aðrir byrja daginn snemma. Hver og einn nemandi hefur sinn háttinn á en allir eiga eitt sameiginlegt – að vera 100% nemandi.

19% nemenda komast ekki fram úr rúminu til að mæta í skólann og 67% segjast koma mestu í verk á nóttunni.

60% nemenda vilja húsnæði sem er öðruvísi en æskuheimilið. 57% segja þó að þeir taki eitthvað með sér sem minnir á heimahagana.

56% nemenda læra við skrifborð. 31% skipta um rúmföt vikulega.

70% nemenda hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum og 80% vilja breyta heiminum.

75% nemenda segjast elda góðan mat. 30% eyða þó mestum pening í skyndibita.

2% nemenda læra á gólfinu og 54% hlusta á tónlist á meðan þeir læra.

30% nemenda kaupa sjálfir skólavörur og 40% þeirra eiga að minnsta kosti fimm pör af strigaskóm.

25% nemenda vakna snemma á morgnana. 67% þeirra vaka þó frameftir.

20% nemenda eiga fimm eða fleiri meðleigjendur og 13% geyma fötin sín á stól.

HAMMARN svefnsófi frá IKEA

HAMMARN svefnsófi

35% nemenda vonast til að finna ástina meðan á námi stendur en 68% þeirra eignast vini fyrir lífstíð á háskólaárunum.

62% búa með þremur eða fleiri meðleigjendum en 84% vilja læra einir.