Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Nesti.

Hafðu með þér hollt nesti

Tileinkaðu þér nýja og betri siði í mataræðinu og prófaðu þessar fimm nestishugmyndir sem koma þér í gegnum vinnuvikuna. Þú sóar minna, bætir heilsu og sparar pening! Byrjaðu á því að huga að rétta nestisboxinu og góðum ferðabolla.

Nestisgúrúinn Cosima

„Ég byrjaði á því að hafa með mér mat í vinnuna af því að það var lítið í boði fyrir grænkera. Ef það er örbylgjuofn í vinnunni getur þú tekið hvað sem er með þér en ef það er ekki örbylgjuofn þá þarftu að hafa með þér mat sem bragðast vel kaldur. Ég eldaði mér kvöldmat og gætti þess að gera nóg fyrir nesti daginn eftir.“

Nesti.

IKEA 365+ nestisbox með hólfum 695,-

Berja-bento box

Sæt hollustumáltíð í bento boxi. Settu hvert hráefni í sérhólf til að koma í veg fyrir að það blotni. Gerðu þér bragðgott morgunverðarmúsli með jógúrt, berjablöndu, fræjum og hnetum að eigin vali. „Ég er vegan þannig að ég nota kókosjógúrt,“ segir Cosima.

Nesti.

IKEA 365+ nestisbox með hólfi fyrir þurrmat 495,-

Sumarlegt pastasalat

Ef þú ert í tímaþröng á morgnanna skaltu gera matinn tilbúinn kvöldið áður og geyma hvert hráefni í séríláti í kælinum. Þá þarftu að eins að blanda þeim saman um morguninn. Settu saman soðið speltpasta, ferskt spínat, kirsuberjatómata, rauðlauk, grænar ólífur og sólblómafræ. Dreifðu ólífuolíu með blönduðum ítölskum kryddjurtum yfir og bættu við salti og pipar.

„Þegar þú útbýrð nestið skaltu velja eitthvað sem bragðast vel kalt. Pítsa getur verið góð köld en hún getur líka verið slepjuleg. Pasta bragðast vel kalt en í stað þess að nota tómatsósu skaltu prófa einhverskonar dressingu.“

Cosima

Linsubaunapottréttur

Eldaðu dágott magn, skiptu því niður í nokkur ferðaílát og geymdu í kælinum. Áður en þú ferð í vinnu grípur þú ílát með þér. Bræddu kókosolíu í potti. Bættu við skornum rauðlauk og hvítlauk. Hrærðu í þar til laukurinn er farinn að glærast. Settu teskeið af túrmerik, dós af kókosmjólk og bolla af rauðum linsubaunum. Láttu sjóða í 8-10 mínútur. Hrærðu af og til í pottinum. Bættu við vatni ef þörf er á og loks skornum kirsuberjatómötum í lokin. Kryddaði með salti og pipar.

„Þegar þú ert að elda mat til að hafa með þér skaltu hugsa út í hvernig þú ætlar að taka hann úr húsi og vera viss um að eiga eitthvað sem hentar vel fyrir matinn. Ef þú gerir súpu skaltu setja hana í krukku eða flösku sem lekur ekki – ég hef klúðrað þessu áður!“

Cosima

Nesti.

IKEA 365+ matarílát með loki 1.090,-

Grænmetisbolluvefja

Skiptu út samlokunni fyrir vefju. IKEA grænmetisbollur úr Sænsku búðinni í IKEA er aðalhráefnið í veganútgáfu Cosima. „Hitaðu grænmetisbollurnar í ofni. Settu nokkrar á vefju ásamt skornum tómötum, spínati, káli, vorlauk og gúrku. Settu skeið af sojajógúrt blönduðu með salti, pipar og kryddblöndu. Lokaðu vefjunni og hún er tilbúin að fara með þér á flakk!“

Nesti.

IKEA 365+ nestisbox með hólfum 795,-

Afgangsveisla

Breyttu bolluafganginum í veislu. „Við erum búin að vera vegan síðan á nýársdag, 2014. Við tókum þátt í 30 daga áskorun og hættum aldrei í henni!“ segir Cosima um mataræðið hjá sér og eiginmanni sínum, Mel. „Mel er næringarfræðingur þannig að með hverri máltíð fáum við okkur trefjaríka fæðu eins og villt hrísgrjón eða bulgur og kúskús og að auki prótein og grænt grænmeti.“ Hentugt ráð til að fá góða næringu úr nestisboxinu!

„Ég er mjög hrifin af grænmetisbollunum í IKEA – þær eru bragðgóðar kaldar. Þú getur eldað slatta og fengið þér í kvöldmat og síðan tekið rest með þér daginn eftir í vefju – eða með þér á ferðalag sem nesti.“

Cosima