Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Nútímaþægindi í sígildum stíl

Komdu að skoða og prófa nýju sófalínurnar okkar sem henta einstaklega vel inn á skandinavísk heimili. Línurnar eru þrjár og búa allar yfir einstökum stíl og áklæðum í nokkrum mismunandi litum.

KLINTORP

Hönnun sófans er stílhrein og sígild. Hann minnir á tíma þegar góð hönnun snérist um notagildi en á sama tíma eru nýir straumar áberandi. KLINTORP stendur fyrir nýrri skandinavískri hönnunarhefð, létt yfirbragð en í stærð sem hentar nútímaheimilum. Sófinn tekur vel á móti þér því sessurnar hafa eftirgefanlegan svamp og teygjanlegt efni í botninum.

SKULTORP

Sófinn er nýr en á sama tíma þekkir þú hann. SKULTORP vísar til sígildrar hönnunar sjötta áratugarins en hefur þau þægindi og stærð sem nútímasófi þarf að hafa. Þetta er óður til fortíðarinnar fyrir framtíðina.

SKULTORP.

RINGSTORP

Hann hefur það sem góður sófi þarf að hafa. Hann er alltaf reiðubúinn fyrir notalegheit og afslöppun. Hönnunin er einföld en kraftmikil. Sófinn gefur stofunni heilmikinn karakter án þess þó að taka yfir allt rýmið. Þægindin fara fram úr þínum björtustu vonum.

RINGSTORP.