Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Nýjungar í vörulista IKEA

Skoðaðu IKEA vörulistann, hann inniheldur nýjar vörur sem gleðja augað, snjallar lausnir sem auðvelda heimilishaldið og hugmyndir sem fengnar voru út frá könnun sem IKEA gerði á fjölda heimila um allan heim. Auk þess er öllum boðið að taka þátt í svefnbyltingu og auka vellíðan.

Nýtt frá IKEA
IKEA svefn

Taktu þátt í svefnbyltingu

Við viljum öll jafnvægi á milli vinnu og daglegs lífs, en hvað með svefninn? Fyrir 50 árum svaf fólk að meðaltali átta klukkustundir á næturnar en nú sofum við í um sex klukkustundir. „Svefn er rauði þráður vörulistans – allt frá forsíðunni að öllum heimilum vörulistans, ásamt vörunum,“ segir Tanja Dolphin, yfirumsjónarmaður IKEA vörulistans. „Þetta er friðsamleg bylting, því góður nætursvefn snertir okkur öll.“


„Mörg okkar nýtum haustin til að breyta til, við komum til baka eftir sumarleyfið og vinnan og skólarnir hefjast á ný. Það er svo miklu auðveldara að takast á við nýjar áskoranir eða venjast breytingum úthvíld/ur.“

Tanja Dolphin, yfirumsjónarmaður IKEA vörulistans.

Endurskipuleggðu svefnumhverfið

„Vörulistinn inniheldur einnig svefnráð og sérfræðiþekking,“ segir Tanja. „Litlar breytingar fyrir svefnumhverfið geta skipt miklu máli og þurfa ekki að kosta mikið: Lagskiptar gardínur, vefnaðarvara og heilsukoddar. Teymið sem skipulagði vörulistann lagðist í mikla rannsóknarvinnu, skráði niður sitt svefnmynstur, mældi áhrif hreyfingar, umhverfis og koffíns.

Rúnar Logi hönnuður
SAGOSKATT shark

Koddi fyrir góða hvíld

Einn af litlu hlutunum sem skipta miklu máli er koddinn sem við sofum á. Ný lína af heilsukoddum er hönnuð til að henta mismunandi svefnstellingum. Hvort sem þú sefur á bakinu, á hliðinni eða eins og krossfiskur ættir þú að finna lögun eða fyllingu við þitt hæfi.

SAGOSKATT seal
SAGOSKATT hedgehog-dinosaur

Djarfar nýjar línur

„Í vörulistanum finnur þú hefðbundið IKEA útlit og stíl, en einnig djarfa liti og óvenjulegar samsetningar,“ segir Tanja. „Það eru spennandi nýjungar og við vonumst til að koma viðskiptavininum á óvart.“


Heimili sem lætur þér líða vel

„Könnunin sem gerð var á heimilum fólks sýndi að mörgum líður ekki eins og heima hjá sér á þeirra eigin heimili. Út frá því skoðuðum við hvað væri hægt að gera til að hjálpa fólki við að fá þessa tilfinningu. Þetta varð til þess að í vörulistanum eru nokkur heimili, hvert og eitt er hannað til að uppfylla þarfir sem eru nauðsynlegar til að gera heimili að heimili: tilheyra, eignarhald, öryggi, þægindi og einkalíf.“

FRIHETEN svefnsófi

Finndu ferskar, snjallar og flottar vörur fyrir öll rými heimilisins. Sjáðu FRIHETEN svefnsófann. Þetta er sófi, legubekkur og tvíbreitt rúm, allt í einu húsgagni.


Fjölskyldur