Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Langar þig í fataherbergi?

Fataherbergi þarf ekkert endilega að vera eitt herbergi út af fyrir sig. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig þú getur útbúið fataherbergi inn í svefnherberginu, með öllum þeim eiginleikum sem þig dreymir um.

Opinn fataskápur.
Herbergi.

Láttu herbergið virka stærra

Áætlaðu afmarkað svæði í svefnherberginu fyrir fataherbergið. Þú getur notað höfðagaflinn sem skilrúm og þannig skapað sérrými fyrir fötin. Hirslan verður aðgengileg og gefur restinni af herberginu rólegra yfirbragð.

Mikilvægt er að raða vel í skápinn.
Hreyfimynd af skáp.

Stilltu fataherberginu upp eftir eigin hentisemi

Sérsníddu hirsluna og komdu á skipulagi sem hentar þörfum þínum og fatastíl. Ef þú deilir fataskáp með öðrum er hægt að skipta rýminu upp svo þú fáir pláss fyrir eigin sköpunargleði. Þetta er eftir allt saman staður sem á að veita ró og innblástur.

Breytilegur fatasmekkur

Tilefnin kalla á mismunandi klæðnað. Skiptu fataskápnum upp fyrir hversdags- og spariföt. Þá er auðveldara að finna þau föt sem tilefnið kallar á.

„Skilrúm eru sniðug til hámarka plássið í herberginu. Þú þarft ekki gardínu – fatarekki eða höfðagafl henta líka vel.“

Evangelos Delidimitris, innanhúshönnuður hjá IKEA.

Fataskápurinn, tískupallur og restin af herberginu

Gardínur koma í staðinn fyrir skápahurð og þú getur hæglega dregið fyrir eða frá opnu og lokuðu hirslunum. Þannig er fataskápurinn aðgengilegur en samt úr augsýn. Við hliðina á gardínunum er smá svæði þar sem þú getur mátað fötin í rólegheitum.

Opinn skápur.

Skiptu svefnherberginu í tvennt

Þegar þú vilt aðskilja hlutverk herbergisins er sniðugt að setja upp eins konar vegg sem skiptir því upp. Hér gegnir hár höfðagafl þrennum hlutverkum – hann er skilrúm, hengi fyrir listaverk og fatarekki fyrir föt morgundagsins.

Njóttu þess að velja fötin

Með spegli í fullri lengd og bekk aðstoðar fataskápurinn þig bæði við fatavalið og gefur þér augnablik fyrir sjálfa þig. Þú getur valið einn rekka fyrir föt sem má klæðast einu sinni enn áður en þau enda í þvottakörfunni.

Lítið hol og aukahlutir

Nýttu einn hluta herbergisins til að geyma skart og aðra aukahluti. Aukahlutirnir hanga þar til skrauts en það flýtir fyrir á morgnana að hafa þá fyrir augunum. Hvernig dagur er í dag: Bleikur, svartur eða silfurlitaður?

Hægt er að nýta rúmgaflinn meira.
Einstaklega gott skipulag.
Vegghilla sem geymir ýmislegt.