Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

OMBYTE
tímabundin vörulína

OMBYTE tímabundin vörulína

Hannað fyrir næstu flutninga

Þegar það er kominn tími til að finna nýtt heimili, byrja nýjan kafla í lífinu eða þegar þig vantar samastað í smástund eða til frambúðar. Flutningar á nýjan stað kalla alltaf á breytingar – það er hressandi að byrja nýtt líf eða breyta um lífsstíl. Hvert sem þú ferð gerir OMBYTE línan flutningana auðveldari, skipulagðari og skemmtilegri. Allar vörurnar eru hannaðar með notagildi í huga, fyrir allt sem þarf að pakka niður og ganga frá aftur síðar ... en hvað gerist ef þú ákveður að taka dótið aldrei upp úr kössunum? Það er í fínasta lagi, þeir mega líka vera hluti af heimilinu.

Skoðaðu OMBYTE vörurnar

„Við hönnuðum OMBYTE til að auðvelda flutninga en líka til að gera flutningsgræjurnar skemmtilegri með litum, mynstrum og lögun – þú þarft því ekkert endilega að flytja til að eiga þær.“

James Futcher, listrænn stjórnandi

Hakaðu í alla reitina

Skipuleggðu, veldu og flokkaðu. Flutningar snúast jafnmikið um að taka upp úr kössum, búa til tékklista og hafa yfirsýn yfir allar eigurnar. Í OMBYTE línunni eru fjórar gerðir flutningskassa sem auðvelda þér flutningana og þú getur notað aftur og aftur.

OMBYTE kassi frá IKEA
OMBYTE marglitir kassar frá IKEA
OMBYTE vírkarfa frá IKEA

Stafla saman, slaka svo á

Slepptu því að merkja kassana – þú sérð í gegnum OMBYTE vírgrindurnar svo þú veist alltaf hvað er í þeim. Þær eru staflanlegar og geta því farið beint úr flutningabílnum á nýja heimilið eins og þær koma fyrir. Grindurnar nýtast líka sem skápur þegar þeim er staflað saman. Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að flytja!


„Vírgrindurnar í OMBYTE línunni lifna við þegar þú setur eitthvað í þær og þær skipta sífellt um útlit eftir innihaldi.“

Mats Nilsson, listrænn stjórnandi

Rúllaðu áfram

Nútíminn krefst ákveðins hreyfanleika og húsgögnin þurfa að fylgja því. OMBYTE hirslur á hjólum samanstanda af tveimur kössum sem hægt er að nota sem aukahirslur eða sem húsgögn. Hirslurnar eru úr sterklegum, ólituðum krossvið svo þú getur sett þinn svip á þær. Með hjólunum rúllar þú auðveldlega á milli herbergja eða staða – hirslurnar eru því ávallt til reiðu!


„Hugmyndin að hirslum á hjólum kom frá hjólabrettum sem notuð eru fyrir flutninga. Við vildum búa til hreyfanleg en gagnleg húsgögn.“

Erik Thomasson, hönnuður

OMBYTE kassi á hjólum frá IKEA
OMBYTE kassi á hjólum frá IKEA
OMBYTE stálkassi frá IKEA
OMBYTE stálkassi frá IKEA

Nýtt notagildi

OMBYTE stálkássarnir eru innblásnir af gömlum verkfærakössum og hlífa viðkvæmustu hlutunum. Þeir líta líka vel út eins og þeir koma fyrir svo þú þarft ekki að taka strax upp úr kössum – finndu þeim góðan stað á nýja heimilinu og gefðu þeim annan tilgang. Þú gætir séð þann litla fyrir þér sem skemil eða þann stóra sem stofuborð, þú ræður hvernig þú notar þá.


„Þegar við bjuggum til OMBYTE stálkassana eyddum við miklum tíma á verksmiðjugólfinu – við tókum þekkt mótíf og gerðum þau stöðug og einföld, sem jafnvel er hægt að setja í flatar pakkningar.“

Mats Nilsson, listrænn stjórnandi

OMBYTE kassi frá IKEA

Pakka niður – og leyfðu því að vera

Hvað á að gera við alla tómu kassana þegar búið er að taka upp úr þeim? Þetta er spurning sem allir sem hafa flutt spyrja sig. Við hönnun OMBYTE flutningskassanna sáum við þetta svona fyrir okkur – hvað ef við kassarnir yrðu aldrei tæmdir? Þess vegna skreyttum við venjulega pappakassa með litríkum, geómetrískum mynstrum sem þú vilt eiga lengur.


„Við reyndum að skapa flæði í gegnum línuna með litum sem fara vel saman. Það var einnig mikið lagt í mynstrin: Þau þurftu að passa saman og skapa eina heild.“

Ida Pettersson Preutz, hönnuður

OMBYTE kassi frá IKEA
OMBYTE kassi frá IKEA
OMBYTE tímabundin vörulína

Stærri eða smærri flutningar

Flutningar þýða ekki bara að færa allt sitt úr einu húsi í annað – að flytja getur líka verið að fara úr svefnherberginu í þvottahúsið. OMBYTE pokarnir fást í tveimur gerðum og hjálpa þér að bera dótið, hvort sem er við flutninga eða dagsdaglega.

Skemmtu þér við flutningana

Með OMBYTE pokunum vildum við auðvelda þér að geyma og flytja hluti, bæði heima og utan heimilisins. Þess vegna eru pokarnir sterkir og mjög stórir. Annar er með böndum svo hann nýtist sem bakpoki og báðir eru með rennilásum sem halda innihaldinu á sínum stað. Líflegt dýramynstrið gæðir pokana lífi – kannski gera þeir flutningana líka skemmtilegri.


„Ég sótti innblástur í íshokkípoka fyrir annan pokann. Ég vildi hanna eitthvað gagnlegt, stórt og endingargott.“

Philipp Süssmann, hönnuður

OMBYTE pokar frá IKEA
OMBYTE pokar frá IKEA

Hittu nýju meðleigendurna

Við teljum OMBYTE vera línu sem þú tekur með þér hvert sem er, ekki bara fyrir flutninga. Því eru vörurnar ekki bara hefðbundnar flutningsvörur – þær aðlagast nýjum aðstæðum og þú getur notað þær fyrir hvað sem er.

OMBYTE trilla frá IKEA
OMBYTE ljós frá IKEA

Í nýju ljósi

Það er ekki alslæmt að flytja. Hugsaðu um allt það skemmtilega sem fylgir, eins og að stilla upp nýju herbergi, hitta nýja nágranna og kanna nýja nágrennið. Réttu tólin gera flutningana að sjálfsögðu auðveldari og betri. OMBYTE LED lampinn virkar með USB-tengi en það kemur sér vel þegar loftljósin eru ekki klár.


„Áskorunin við að búa til lampa fyrir flutninga var áhugaverð því hann þurfti að vera hagkvæmur og nytsamlegur. Ég fann innblástur í hefðbundnum vinnukösturum en vildi að OMBYTE lampinn væri með breytilega lýsingu svo hann myndi nýtast betur innan veggja heimilisins.“

Erik Thomasson, hönnuður

OMBYTE ljós frá IKEA
OMBYTE stálkassi frá IKEA
OMBYTE stálkassi frá IKEA

Taktu það með þér ... eða ekki

Hér er það: Einstakt tækifæri sem gæti breytt lífi þínu. Hvað gerir þú? Ef hugmyndin um að færa fyrirferðarmikil húsgögn eins og sófa og fataskáp er það sem heldur þér frá flutningum gæti OMBYTE trillan hjálpað til við ákvörðunina. Ef það er eitthvað annað sem stoppar þig þarftu kannski annars konar hughreystingu.


„Þegar ég teiknaði trilluna vildi ég að hún væri sterkbyggð en líka úr sem minnstu efni og ég mögulega kæmist upp með. Með bognum rörum og samhverfri hönnun gat ég gert hana fislétta og flotta.“

Erik Thomasson, hönnuður

OMBYTE límband frá IKEA

Nýtt innpakkað upphaf

Þegar upp er staðið snúast flutningar einfaldlega um að ljúka einum kafla og hefja nýjan. Á þessari stundu ákveðum við líka hvað fylgir með og hvað ekki. Eftirlætishlutunum þarf að pakka vandlega inn svo þeir komist í heilu lagi á nýjan stað. OMBYTE límbandið og yfirbreiðslan henta vel í það hlutverk, og líta vel út.


„Ég elska að blanda saman mynstrum. Fyrir OMBYTE blandaði ég saman dalmatíu-, hlébarða- og felulitamynstrum og bætti við þrívíddareinkennum. Þegar þú pakkar einhverju inn með límbandinu færðu alveg nýtt mynstur!“

Ida Pettersson Preutz, hönnuður

OMBYTE límband og yfirbreiðsla frá IKEA