Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Close

OMEDELBAR

Nýr og ferskur andi svífur yfir vötnum í nýrri vörulínu sem IKEA vann í samstarfi við tískufrömuðinn Bea Åkerlund. OMEDELBAR inniheldur einstakar vörur eins og stóra pípuhatta úr gleri, kyssilega púða og áberandi vefnaðarvöru. Þetta er lína sem beinir sviðsljósinu að fötunum þínum, fylgihlutum og persónuleika. Sjón er sögu ríkari. Tímabundin vörulína, Smelltu hér til að skoða OMEDELBAR

Hönnuðurinn Bea Åkerlund

Bea Åkerlund flakkar á milli heima kvikmynda, tísku og tónlistar og lýsir sjálfri sér sem tískufrömuði. Þú þekkir hana ef til vill sem einn áhrifaríkasta stílista og búningahönnuð bransans en hún hefur unnið með stjörnum á borð við Madonnu, Beyoncé, Lady Gaga og Rihanna, svo einhverjar séu nefndar. Bea er þekkt fyrir einkennandi útlit sitt og sérkennilegan stíl sem hún lagar að þeim listamanni sem hún vinnur með hverju sinni. Hún er óhrædd við að prófa nýja hluti og því er kannski ekki að undra að hún ákvað að hefja samstarf við IKEA.

Bea Åkerlund
Pípurhattur
Rósir

Pípuhattar hafa lengi verið nátengdir töfrum og ævintýrum. Úr þeim hoppa hvítar kanínur og Óði hattarinn í Lísu í Undralandi á honum mikið að þakka. Bea elskar pípuhatta og því eiga þeir sér sinn stað í línunni.


„Fylltu hattinn með hverju sem er; hnappasafninu þínu eða snyrtivörum. Þú ræður!“

- Bea Åkerlund

Bea Åkerlund með pípuhatt