Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

OMTÄNKSAM

Með umhyggju fyrir okkur

Hjálparhönd

Á lífsleiðinni koma gjarnan upp aðstæður eða tímabil þar sem þörf er á aukastuðningi og auknum þægindum. OMTÄNKSAM línunni er ætlað að auðvelda okkur öllum lífið. Við kynnum með stolti nýju OMTÄNKSAM vörurnar. Í línunni er hægindastóll sem auðvelt er að setjast í og standa upp úr, borð með góðu fótaplássi, vasar sem eru jafn fallegir og þeir eru meðfærilegir og ótal fleiri hlutir, allir hannaðir í nánu samstarfi við iðjuþjálfa og prófaðir af fólki með ólíkar þarfir.

Skoðaðu allar OMTÄNKSAM vörurnar hér.

Aumt bak? Gefðu því hvíld

Allar OMTÄNKSAM vörurnar, stórar sem smáar, eru hannaðar með ólíkar þarfir að leiðarljósi. Samstarf IKEA með iðjuþjálfum var ómissandi hluti af ferlinu. „Með þeirra hjálp gátum við hannað hverja vöru þannig að hún nýtist betur til að þjóna þörfum okkar, þörfum sem við vitum að munu breytast í gegnum lífið. Hver vara og hvert samstarf hjálpar okkur að öðlast betri skilning.“ Lars Ingolf, vöruhönnuður IKEA.

Lína sem sýnir OMTÄNKSAM*

Þjóðfélagið er sífellt að breytast ásamt kröfunum sem við gerum til heimilisins. Með það að leiðarljósi byrjaði IKEA að hanna OMTÄNKSAM línuna fyrir nokkrum árum. Línan spratt upp vegna hækkandi aldurs fólks en OMTÄNKSAM er þó ekki hönnuð með einn ákveðinn aldurshóp í huga. Þvert á móti, við lítum til margra aldurshópa og þörfina sem vaknar þegar aðstæður breytast, tímabundið eða til frambúðar. Línan veitir þægindi og stuðning en er einnig frábær fyrir alla sem elska vandaða hönnun.

*OMTÄNKSAM þýðir umhyggja á sænsku.

Náðu góðu taki

Hönnunartvíeikið Pia Amsell og Barbro Berlin eiga nokkrar vörur í OMTÄNKSAM línunni, meðal annars nýju munnblásnu vasana sem eru meðfærilegir og dekra við blóm og greinar.

„OMTÄNKSAM vasarnir eru léttir og það er auðvelt að lyfta þeim, bera þá og þvo. Þú getur notað þá sér eða blandað nokkrum saman. Við vonum að þeir færi þér og blómum þínum vellíðan – alla daga.“ Pia Amsell og Barbro Berlin, hönnuðir.

Löngu áður en vasarnir fóru í sölu voru þeir prófaðir af hópi fólks. Því getur þú verið fullviss um að vasarnir séu meðfærilegir, einnig fyrir okkur sem þurfum á hjálparhönd að halda.

Umvafin sænskum stíl

OMTÄNKSAM þýðir gróflega umhyggja á sænsku. Hún er þó ekki aðeins hönnuð fyrir fólk sem þarf á aukastuðningi og auknum þægindum að halda í daglegu lífi heldur er hún einnig fyrir alla sem elska góða og vandaða hönnun.

Vörurnar deila kunnuglegu skandinavísku yfirbragði þegar kemur að lit, efni og hönnun og búa yfir sígildu útliti sem kemur vel út á flestum heimilum.

Frá öðru sjónarhorni

Hvað er það sem aðskilur OMTÄNKSAM frá öðrum línum? Þegar þú rýnir í púðana, vasana, borðin og alla hina hlutina þá tekur þú eftir smáatriðunum.

Við beinum athygli okkar að vinnuvistfræði frá upphafi og endum með nytsamlegar vörur sem sameina sniðuga lausn og vandaða hönnun. Iðjuþjálfi og sjúkraþjálfarinn, Eli Lindergård, spilar mikilvægt hlutverk í framleiðslu OMTÄNKSAM. Hann ásamt teymi IKEA starfsmanna byggðu á tölfræðilegum upplýsingum um líkamsstærð fólks víðs vegar um heiminn og litu á hverja OMTÄNKSAM vöru frá mismunandi sjónarhorni – hvað varðar hæð, breidd, dýpt, efni og ýmislegt fleira.

„Við tileinkuðum okkur þetta hugarfar frá fyrsta degi og það færði okkur vörur með mikið notagildi, fyrir eins marga og mögulegt er.“ Eli Lindergård, iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari.