Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
osynlig

OSYNLIG línan – 13 tegundir af ilm hannað af IKEA og BEN Gorham

Ilmur getur ferðast með þig aftur í tímann. Lyktarklumban – heilastöð fyrir þefskyn – er nátengd tilfinningasvæðinu, sem þýðir að ilmur getur kallað fram minningar af stöðum sem þú hefur heimsótt og fólki sem þú hefur hitt á augabragði.


Tenging ilms og tilfinninga var kveikjan að samstarfi okkar við Ben Gorham, stofnanda tískuhússins Byredo. OSYNLIG (ósýnilegt á sænsku) er lína með þrettán ilmkertum sem eru gerð til að vekja upp tilfinningar sem erfitt er að koma orðum að – þær sem fylgja ljúfum minningum og framtíðardraumum – en umfram allt er þeim ætlað að láta þér líða vel heima. En hvernig ilmur er heimilisilmur?

osynlig

osynlig

13 tegundur af ilm (og tvö líf)

„Eitthvað ósýnilegt eins og ilmur þarf áþreifanleika“, segir Iina Vuorivirta, hönnuður hjá IKEA. Hvert OSYNLIG kerti er í sterku keramikíláti, lakkað í tveimur litum sem eru lýsandi fyrir hráefnið í þeim – allt frá sýprus og fíkju að tóbaksjurt og hunangi. Þegar þú hefur notað ilminn er ílátið hannað til að nýtast undir smáhluti eða skreyta heimilið.

„Heimilisilmurinn er nátengdur tilfinningum og spilar mikilvægt hlutverk í þinni líðan heima. Heimilið þarf meira en bara hentuga og nytsamlega hluti því það er staðurinn þar sem þú eyðir tíma með fjölskyldu og vinum og skapar minningar.“

Ben Gorham, stofnandi Byredo

osynlig

osynlig

osynlig

Ósýnileg hönnun

Í þróunarferli OSYNLIG línunnar fengum við nema við háskólann Royal Collega of Art til að hjálpa okkur með ósýnilega hönnun og vinna með hugmyndina um að vellíðan heima snýst um meira en hvernig heimilið lítur út. Saman gerðum við vörur sem nota ljós, hljóð og ilm til að hafa áhrif á rými og þetta samstarf hjálpaði okkur að setja saman þessa línu.