Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

ÖVERALLT
tímabundin vörulína

Myndum ný tengsl

Velkomin í borgarrými ÖVERALLT – tímabundinnar línu sem hönnuð er í samstarfi við átta afríska hönnuði á sviði tísku, höggmyndalistar, byggingarlistar og húsgagnahönnunar. IKEA og hönnuðirnir átta könnuðu ólíka lifnaðarhætti og hefðir í Afríku dagsins í dag.

Hvort sem það snýst um smástund til að deila máltíð, heilsa nágrannanum eða taka sér augnablik til að anda bara inn og út, þá mun ÖVERALLT vonandi gefa nýjum og betri hefðum og venjum byr undir báða vængi.

Skoðaðu ÖVERALLT vörurnar

ÖVERALLT hægindastóll og skemill
ÖVERALLT útihúsgögn

Hannað til að færa fólk saman

Sveigðu ÖVERALLT bekkirnir og borðið eru fullkominn grunnur að góðu boði. Efniviðurinn er harðger viður tröllatrésins og mjúkar línurnar gera það að verkum að þú getur raðað þeim saman eftir þörfum fyrir skemmtilega hittinga sem mynda ný tengsl. Myndaðu heilan hring kringum borðið eða láttu bekkina hlykkjast áfram og þannig er alltaf pláss fyrir fleiri.

Allar ÖVERALLT vörurnar eru innblásnar af lífnaðarháttum í borgum Afríku í dag. Í þessu tilviki er það keníska hefðin að taka sér tíma til að borða saman, burtséð frá önnum og ys daglegs lífs.

ÖVERALLT skál
ÖVERALLT karöflur
ÖVERALLT púði

Notaðu ÖVERALLT vefnaðarvöruna á bekkinn til að gera hann þægilegri. Áberandi mynstrin, sem eru að hluta til innblásin af afríska fílnum, eru hönnuð af listamanninum og arkitektinum Renee Rossouw, og yfirlýsta vefnaðarvörunördinu Sindiso Khumalo. Mynstrið færðu á servíettum, púðum, teppi og rúmfötum.„Við köfuðum í þá hefð að hægja á sér, setjast saman niður og njóta matar og drykkjar.“

Studio Propolis

„Ég vildi hanna hlut sem vekti ánægju og hefði gott notagildi, án þess að nota dýrt hráefni eða flókna tækni. Stóllinn er úr krossviðsplötu sem hefur í raun verið breytt í púsl.“

Issa Diabaté, hönnuður og arkitekt

ÖVERALLT línan
ÖVERALLT taska

Sjálfbær tíska

Þú myndir kannski ekki giska á það en þessi glansandi fína ÖVERALLT taska er gerð úr afgöngum sem falla til við framleiðslu á snakkumbúðum. Hend og Mariam eru öfluga kventvíeykið að baki hugmyndinni. Þær stofnuðu Reform Studio árið 2012 með það að markmiði að nýta úrgang sem allra best og koma í veg fyrir sóun.

ÖVERALLT körfur

Fléttað í Dakar

Heimsþekkti listamaðurinn og hönnuðurinn Selly Raby Kane fékk hugmyndir sínar fyrir ÖVERALLT með því að túlka heimaborg sína, Dakar, yfir í karaktera og umbreyta þeim síðan í fléttaða skúlptúra og hluti. Afraksturinn eru handfléttaðar körfur sem fást í tveimur stærðum.

Færðu þig um einn rass, það er alltaf pláss fyrir fleiri

Hjónin Bethan Rayner og Naeem Biviji, stofnendur Studio Propolis, hönnuðu sveigða bekkinn í ÖVERALLT línunni. Hugmyndin á uppruna sinn í kenísku hefðinni að safnast saman á kvöldin, tína saman borð og stóla og ræða daginn og lífið.

ÖVERALLT bekkur

Borðbúnaður sem má deila

Eins og að vinna, sinna barnauppeldi og að elda þá er það stór hluti af kenískri menningu að taka sér alltaf tíma til að setjast niður og njóta máltíða saman. Studio Propolis hafði þetta í huga við hönnun á glerkrukkunum og -karöflunni. Þær þola bæði kalda og heita drykki, eru með góðu gripi og gleðja augað.

ÖVERALLT karöflur