Hlý sæng sem er auðveld í umhirðu. Hún er úr mjúku bómullarsatíni með holtrefjafyllingu af endurunnum uppruna.
Hlý sæng sem er auðveld í umhirðu. Hún er úr mjúku bómullarsatíni með holtrefjafyllingu af endurunnum uppruna.
Mjúkar og léttar trefjar viðhalda þykkt sinni og einangrunareiginleikum og gera líkama þínum kleift að anda og halda jöfnu hitastigi alla nóttina.
Hentar vel ef þér verður oft kalt í svefni.
Sængina má þvo í vél við 60°C, en það hitastig þola rykmaurar ekki.
Uppgefin tala þráða gefur til kynna fjölda þráða á hverri fertommu af vefnaði. Því hærri sem talan er því þéttofnari er hann.
336 þræðir.
Lengd: 200 cm
Breidd: 150 cm
Þyngd fyllingar: 670 g
Heildarþyngd: 1630 g
Má þvo í vél við hámark 60°C, venjulegur þvottur.Má ekki setja í klór.Má setja í þurrkara við venjulegan hita (hám. 80°C).Má ekki strauja.Má ekki þurrhreinsa.
Pólýesterefnið í þessari vöru er úr endurunnum PET plastflöskum og dregur því úr notkun á auðlindum jarðar og minnkar umhverfisfótsporið.
Engin ljósvirk bleikiefni eru notuð við framleiðslu á vörunni.
Endurnýjanlegt hráefni (bómull).
Ekki klórbleikt.
Það er hægt að endurvinna pólýester oftar en einu sinni. Allar vörur úr endurunnu efni mæta sömu kröfum og öryggisstöðlum og aðrar vörur.
Fylling: 100% pólýester
Vefnaður: 100% bómull