Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Close

Rabarbarasulta

1 kg rabarbari
800 gr -1 kg sykur

Aðferð:
Þvoið rabarbara og skerið í bita.
Rabarbari og sykur sett saman í pott og látið standa yfir nótt.
Hitað að suðu og látið malla í 1-2 tíma - allt eftir því hvað sultan á að vera þykk. Ath: Fleytið froðu ofan af sultunni.
Sett í heitar hreinar krukkur og lokað með þéttu loki.

Rabarbara og jarðarberjasulta
Sama aðferð og að ofan nema síðasta hálftímann eru jarðarber soðinn með. ½ kg af jarðaberjum ásamt 250 gr af sykri á móti 1 kg rabarbara.

Rabarbara og gráfíkjusulta
Sama aðferð og að ofan nema saxaðar gráfíkjur eru soðnar með allan suðutímann. 250 gr af gráfíkjum á móti 1 kg af rabarbara.

Holl rabarbarasulta

700 gr. rabarbari
250 gr. döðlur
1/2 bolli agavesýróp
2 tsk. sítrónusafi
1 vanillstöng (má sleppa)

Aðferð:
Þvoið rabarbara og saxið hann gróft. Saxið döðlur gróft. Setjið allt í pott og látið sjóða í 15-20 mínútur. Gott er að hræra kröftuglega í sultunni með gaffli af og til. Setjið í heitar hreinar krukkur og lokið með þéttu loki. 

Rabarbara- og krækiberjasulta

2 kg. rabarbari
1 kg. krækiber
2 1/2 kg. sykur

Aðferð:
Skerið rabarbarann smátt og setjið í pott ásamt sykrinum og látið berin ofaná. Maukið soðið við vægan hita í 1 klukkutíma. Hrærið í við og við þar til það þykknar. Setjið í hreinar krukkur og lokið með þéttu loki.

Rabarbarachutney

500 gr. niðurskorinn rabarbari
2 stk. laukar
200 gr. þurrkaðar apríkósur
1 1/2 msk. edik
3/4 dl. vatn
400 gr. sykur
2 tsk. engifermauk eða ferskt engifer
1 1/2 msk. karrí
2 tsk. salt
2 saxaðir chilibelgir eða annar pipar eftir smekk

Aðferð:
Blandið öllu saman í pott og sjóðið í u.þ.b. 30 mín.