Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Tímamótahönnun

Lífið er breytilegt – nú meira en áður – og því er mikilvægt að heimilið sé griðastaður sem auðvelt er að laga að nýjum aðstæðum. Við kynnum RÅVAROR: línu sem býður upp á gæða húsgögn sem nýtast á ýmsa vegu og auðvelda þér gera þig heimakomin jafnvel í litlu rými, hvar sem þú býrð, nú og seinna.

ravaror

Hirsla og sæti, þar sem þú vilt hafa það.

Geymdu hluti í honum og rúllaðu honum þangað sem þú vilt hafa hann. Hirslan er einnig sterkbyggður bekkur. Viltu búa til pláss til að dansa eða iðka jóga? Hann passar akkúrat undir borðið.

ravaror

Öll fötin á vel völdum stað.

Það er auðvelt að finna og ganga frá öllu í fatahirslu með slá fyrir herðatré, plássi til að stafla saman kössum fyrir samanbrotin föt og skipulagshirslur undir fylgihluti. Sterkbyggt stálið færir hirslunni stöðugleika og styrk og því getur þú notað hana sem flutningsvagn þegar þú flytur.

ravaror

Borðaðu við skrifborðið, sinntu vinnunni við borðstofuborðið.

Rými fyrir bæði við borstofuborðið. Er von á félagsskap? Veggborðið er í sömu hæð, settu borðin saman og búðu til pláss fyrir vini. Notaðu bakkann til að bera mat af borði og færa vinnugræjurnar aftur á sinn stað. Taktu síðan fæturna á bakkanum niður til að hækka undir fartölvuna og búa til standandi vinnuaðstöðu.

„Einfaldar lausnir auðvelda daglegt líf. Sófi sem hentar til að sitja í, sofa, slaka á og spjalla er einmitt það sem þú þarft þegar eldhúsið og stofan deila sama rými.“

- Eva Lilja Löwenhielm, hönnuður.

ravaror

Sofnaðu á sófarúmi

Hvíld og slökun á einum stað: Hann er bæði sófi og þægilegt rúm. Úr endingargóðu gallaefni sem, líkt og eftirlætisgallabuxurnar þínar, er afar klæðilegt og verður aðeins fallegra með tímanum. Geymslupoki í stíl geymir rúmfötin þegar þú ert vakandi og verður að aukapúða.

ravaror

Farðu á fætur, gerðu þig til og fáðu þér að borða.

Skolaðu andlitið, málaðu þig, gríptu tannburstann – það er allt til alls! Smáeldhúsið nýtist einnig sem snyrtiaðstaða þar sem þú byrjar og endar daginn þinn. Á öðrum tíma eldar þú þar mat og vaskar upp með allt innan handar í sniðugum hirslum – allt frá áhöldum til sápa og flokkunaríláta. Allt sem þú þarft og engu plássi er sóað.

ravaror

„Að búa í litlu rými getur verið gott fyrir umhverfi og heilsu, og það er auðveldara þegar hver hlutur á heimilinu sinnir fleiru en einu hlutverki – eins og húsgögn sem henta fyrir mismunandi verkefni eða hægt er að rúlla í burtu til að búa til pláss fyrir eitthvað annað. Því hver dagur er ólíkur þeim fyrri.”

- Mikael Axelsson, hönnuður