Red Dot stendur fyrir það besta í hönnun og viðskiptum. Red Dot-hönnunarverðlaunin er alþjóðleg hönnunarkeppni fyrir öll fyrirtæki sem vilja skapa bæði atvinnurekstri og hönnun sérstöðu. Hönnun er valin á grundvelli afmörkunar og framsetningar hennar. Valið er í höndum dómnefndar sem samanstendur af sérfræðingum á sviði vöruhönnunar, samskiptahönnunar og annarri hönnun.
SVALLET borðlampinn er einfaldur og á góðu verði. Hann er að hluta til úr endurunnu plasti og er afgreiddur í tveimur hlutum sem smellt er saman. Hönnun lampans þýðir að hann tekur lítið pláss við flutninga og því sparar hann bæði flutningskostnað og minnkar kolefnisspor.
FINSMAKARE örbylgjuofninn/ofninn hefur hlotið Red Dot hönnunarverðlaunin! Þetta er örbylgjuofn og blástursofn í senn. Snertistjórnborðið og aðrar sniðugar stillingar gera eldamennskuna auðveldari – alla daga vikunnar. Hönnunin passar fullkomlega með öðrum heimilistækjum úr FINSMAKARE línunni.
FINSMAKARE blástursofninn með sjálfshreinsibúnaði/gufu hefur hlotið Red Dot hönnunarverðlaunin! Hann er fullkominn fyrir fólk sem eldar oft – rúmar mikið og er með snertistjórnborði. Gufustillingin gerir matinn sérstaklega bragðgóðan og heldur næringarefnum vel. Passar við FINSMAKARE örbylgjuofn/ofn.
FOKUSERA veggháfurinn hefur hlotið Red Dot hönnunarverðlaunin! Áberandi háfur með einkennandi útlit sem passar þó í öll eldhús. LED ljósalengja skapar jafna birtu – og einfaldar eldamennskuna.
KUNGSBACKA eldhúsframhliðin hlaut hin virtu alþjóðlegu Red Dot hönnunarverðlaun í flokki vöruhönnunar. KUNGSBACKA eldhúsframhliðin er stílhrein og nútímaleg, úr endurunnum við með plastþynnu úr endurunnum plastflöskum. Nútímaleg og umhverfisvæn hönnun KUNGSBACKA gerir hana að sigurvegara sem er auðvelt að elska!