Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
SAGOSKATT.

Ný SAGOSKATT lína – mjúkdýr hönnuð af börnum, fyrir börn

Það gleður okkur að kynna nýja vini til leiks! Skemmtilegar fígúrur vakna til lífsins út frá teikningum sex barna sem báru sigur úr býtum í teiknisamkeppni IKEA fyrir SAGOSKATT 2019. SAGOSKATT er tímabundin lína og því borgar sig að hafa hraðar hendur ef þú ætlar að eignast þau öll.

SAGOSKATT.
SAGOSKATT.

Gúrki, hrekkjótta gúrkan

Hinn ærslafulli Gúrki hefur mikilvægu hlutverki að gegna: „Ég elska að borða gúrkur. Ég vona að Gúrki hafi góð áhrif á börnin sem leika sér með hann og að hann fái þau til að borða fleiri gúrkur. Hann verður ofurhetjan þeirra!“ Kilian er níu ára frá Þýskalandi og teiknaði þessa óhefðbundnu ofurhetju.

Glaður og glettinn gíraffi

Gleðin skín úr augum gíraffans sem Claudia, sex ára frá Kanaríeyjum, teiknaði. „Ég teiknaði gíraffa sem er öðruvísi en aðrir. Hún heitir Regnboga-gíraffi og borðar hollan mat. Hún er líka svolítið stríðin en samt mjög góðhjörtuð.“

SAGOSKATT.
SAGOSKATT.

Fáðu knús frá vinalegu skrímsli

„Litla skrímsli vill faðma alla. Ég vona að knúsið hans hjálpi börnum um allan heim að sigrast á myrkfælni.“ Thomas er 9 ára frá Grikklandi og teiknaði elskulega skrímslið sem þráir ekkert heitar en að koma með þér heim.

Vel klæddur regnbogi

Nú vitum við loksins hvað er við enda regnbogans – notalegir sokkar! Hinn fimm ára Darren Wing Hei frá Kína teiknaði mjúka regnbogann. Foreldrar hans sögðu: „Darren var að hugsa um regnbogann því hann elskar hann svo mikið. Hann var hræddur um að regnboganum yrði kalt og þess vegna er hann í hlýjum sokkum!“.

SAGOSKATT.
SAGOSKATT.

Jens verður hluti af fjölskyldunni

Noor er sjö ára frá Jórdaníu. Hann teiknaði glaðlega mús sem heitir Jens. Hann er góður vinur og með blöðrur því hann elskar veislur. „Ég vill að börn leiki sér með leikföngin sín og Jens á sama tíma, ég vil að þau verði eins og stór fjölskylda.“

Fjölhæfa vélmennið Rúlli

Hin 11 ára Riana frá Kýpur teiknaði kubbslega vélmennið Rúlla. „Ég teiknaði það í hlutlausum litum því ég vildi að allir gætu leikið sér með það. Vélmenninu mínu finnst gaman að gera allt mögulegt. Það hjálpar til við húsverkin, teiknar, syngur og dansar. Það kann líka að skrifa, lesa og spila tónlist. Ég bjó Rúlla til fyrir lítil börn og stóra krakka eins og mig.“