Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
SAGOSKATT.

Ný SAGOSKATT lína – mjúkdýr hönnuð af börnum, fyrir börn

Það gleður okkur að kynna nýja vini til leiks! Skemmtilegar fígúrur vakna til lífsins út frá teikningum sex barna sem báru sigur úr býtum í teiknisamkeppni IKEA fyrir SAGOSKATT 2020. SAGOSKATT er tímabundin lína og því borgar sig að hafa hraðar hendur ef þú ætlar að eignast þau öll.

IKEAalt

Sælgæti

Sælgæti er einn af nýjust meðlimum SAGOSKATT mjúkdýranna og hún elskar sætindi, ferðalög og mikið af knúsum. Sælgæti er hönnuð eftir teikningu Cleménce, 8 ára.

IKEAalt

Lamadýr

Lamadýr er traustur og mjúkur vinur sem þarf ást og umhyggju. Mjúkdýrið er hluti af SAGOSKATT línunni og er hannað eftir teikningu Christel, 6 ára.

IKEAalt

Maríubjöllumús

Maríubjöllumús er mús í maríubjöllubúningi á leið í veislu. Þessi mjúki og skemmtilegi vinur er hluti af SAGOSKOTT línunni og er hannaður eftir teikningu Maria, 9 ára.

IKEAalt

Skógarbjörn

Skógarbjörn er mikill kvikmyndaáhugamaður og vill helst bara kúra uppi í sófa. Nýi einlægi vinur okkar er hluti af SAGOSKATT línunni og er hannaður eftir teikningu Sofia, 6 ára.

IKEAalt

Eggaldinbíll

Eggaldinbíll felur sig undir rúminu þínu til að hræða burtu óboðna gesti. Þessi vinur í raun er hluti af SAGOSKATT línunni og er hannaður eftir teikningu Ayaan, 8 ára.

IKEAalt

Heimsmaður

Heimsmaður er afar sérstakur – og hann veit af því. Hann vill að það sé hugsað vel um sig og elskar að renna sér á línuskautum. Heimsmaðurinn er hluti af SAGOSKATT línunni og er hannaður eftir teikningu Yo-Pong, 12 ára.

SAGOSKATT.

Búðu þig undir næstu teiknisamkeppni!

Undanfarin ár hafa ótal skapandi börn um allan heim tekið þátt í teiknisamkeppni IKEA – og nú tökum við á móti nýjum teikningum! Það er því ekki seinna vænna að hefja undirbúning og setjast við teikniborðið. Hver veit nema það leynist íslenskt mjúkdýr í næstu SAGOSKATT línu.