Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
sammankoppla

Hannað í Bangkok, gert fyrir heiminn

Sama hvar þú býrð, sífellt fleiri flytja í litlar borgaríbúðir. Þess vegna hófum við samstarf við taílensku hönnuðina í Greyhound Original og hönnuðum SAMMANKOPPLA, tímabundna línu sem inniheldur húsgögn og aukahluti fyrir heimilið þar sem götutíska Bangkok og hugvitsamleg endurnýting sameinast sérþekkingu okkar á húsbúnaði.

sammankoppla

Greyhound á sér upphaf á níunda áratugnum þegar fjórir vinir ákváðu að opna fataverslun saman. Hraðspólum nokkur ár fram í tímann og nú eru þau að selja hönnun sína á fleiri stöðum í Hong Kong, Shanghai og London – og mat á Greyhound Café í heimabæ sínum, Bangkok. Þeirra lífsviðhorf er að lífið eigi að vera einfalt en aldrei leiðinlegt en þau lýsa kjarna Greyhound sem „einföldum með hugvitsamlegu ívafi.“

sammankoppla

Þú finnur púða með þessari lögun á mörkuðum víðs vegar um suðausturhluta Asíu – fullkomið form til að styðja við bakið.

sammankoppla

Margar vörur í línunni skarta áberandi mynstri sem sprettur upp frá borgarlandslagi Bangkok og Greyhound stílnum. Köflótt mynstrið á pokanum sést í hefðbundnum taílenskum vefnaði – en hér er mynstrið notað á öðru, nútímalegra efni.

sammankoppla

sammankoppla

sammankoppla