Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

SJÄLVSTÄNDIG

Það sem þú vilt að hún sé

SJÄLVSTÄNDIG púðar

Tímabundna línan SJÄLVSTÄNDIG sprettur upp frá sköpunargleði og frumlegum leiðum til að breyta hefðbundnum vörum. SJÄLVSTÄNDIG hvetur þig til að forðast tískubylgjur og sýna sjálfstæði þegar þú innréttar heima hjá þér. Í línunni eru meðal annars vörur sem settar eru saman úr nokkrum hlutum og því hefur þú meira frelsi til að nota þær eftir eigin höfði. Gefðu sköpunarkraftinum lausan tauminn og hafðu hlutina eins og þú vilt.

Skoðaðu SJÄLVSTÄNDIG línuna

Skoðaðu SJÄLVSTÄNDIG á Pinterest síðunni okkar

Við kynnum SJÄLVSTÄNDIG

Hún er ekki fyrir alla.
Hún fellur ekki inn í fjöldann.
Hún er alls ekki feimin.
Hvað er hún?
Hún er það sem þú vilt að hún sé.

Kona heldur á SJÄLVSTÄNDIG bökkum
SJÄLVSTÄNDIG púðar
SJÄLVSTÄNDIG ljósaskermar
SJÄLVSTÄNDIG stólar

Með þínu sniði

Eiga koddar bara heima í sófum og stólum? Getur einfalt límband orðið að nýju listaverki? Hver segir að motta verði að vera samhverf? SJÄLVSTÄNDIG línan hvetur þig til að spyrja og þora. Að prófa eitthvað nýtt og hundsa troðna stíga. Með öðrum orðum; þetta er lína sem er það sem þú vilt að hún sé.

„Í fyrstu var þetta blómapottur, en hann varð svo að einhverju allt öðru – SJÄLVSTÄNDIG skál. Ég vona að þú njótir hennar og fyllir hana af hlutum sem þú elskar.“

Hanna-Kaarina Heikkilä, hönnuður

SJÄLVSTÄNDIG púðar
SJÄLVSTÄNDIG skál
SJÄLVSTÄNDIG púðar

Hnattvæðingin

Því meira sem heimurinn verður eins, því meira langar okkur að gera hlutina persónulega og einstaka. Það er þó glettilega erfitt að ná að vera öðruvísi. Hvernig á að finna sérstöðu í heimi sem er gegnsýrður af fjölda fylgjenda og læka. Þessi spurning varð kveikja að SJÄLVSTÄNDIG - lítilli línu með stór áform.

„Við köfuðum ofan í orðið sköpunargáfa og veltum fyrir okkur hvað það þýðir að vera uppreisnarseggur og sjálfstæður þegar húsgögn og húsbúnaður er annars vegar.“

Maria O’Brian, listrænn stjórnandi hjá IKEA