Close
Fara í körfu
Close

NÝTT UPPHAF

Samstarf IKEA við hönnunarhópinn, 10-gruppen, var líflegt og litríkt. AVSIKTLIG línan inniheldur heilan fjársjóð af mynstrum sem bera þess merki. Þetta er tímabundin vörulína sem inniheldur allt frá borðbúnaði og vefnaðarvöru að stólum og snögum, í takmörkuðu magni. Ekki láta þessa litagleði framhjá þér fara!
Smelltu hér til að skoða AVSIKTLIG línuna.

avsiktlig

IKEA og 10-gruppen

Þegar þrír ungir hönnuðir IKEA ganga í lið með byltingarkennda hönnunarhópnum 10-gruppen, verður niðurstaðan 14 stórfengleg mynstur sem skreyta rúmföt, diska, bakka, teppi, metravöru og fleira. Í hverri vöru mætir nútíminn fortíðinni og sýnir að það sem þótti stórbrotið fyrir 45 árum, geti verið jafn djarft í dag og að mögulegt sé að hylla söguna og nútímann á sama tíma.

avsiktlig
avsiktlig
avsiktlig

Nýtt upphaf

Þetta þurfti ekki mikla umhugsun. Þegar IKEA fékk tækifæri til að flytja fjársjóð 10-gruppen inn í framtíðina, stukkum við á það. Uppreisnarkenndu mynstrin hristu upp í vefnaðarhönnun áttunda áratugarins og gera það enn í dag, hópurinn horfir alltaf fram á við og er ávallt forvitinn. Áhrif þeirra á sænska hönnun almennt og á IKEA sérstaklega, verður ekki ofsögum sagt.

avsiktlig
avsiktlig
avsiktlig

„Flestum þykir rendur flottar. Þær koma engum í uppnám og það passar við mitt diplómatíska eðlisfar.“

- Tom Hedqvist, 10-gruppen.

avsiktlig
avsiktlig
avsiktlig

Áhrif mynstursins

Í AVSIKTLIG línunni eru þrjú klassísk 10-gruppen mynstur, sem eru jafn tilkomumikil í dag og þau voru fyrir 45 árum. AVSIKTLIG er einnig niðurstaða samstarfs þriggja ungra hönnuða IKEA, Iina Vuorivirta, Ida Pettersson og Hanna Dalrot við Tom Hedqvist, einn af stofnendum 10-gruppen. Í sameiningu hönnuðu þau litríka línu sem endurspeglar langa sögu hönnunar og þar á meðal nútímahönnun.

„Þó öll mynstrin séu mismunandi og kraftmikil á þeirra einstaka listræna hátt, vinna þau saman ... það er góð tilfinning að kynna vörulínu þar sem einstakir hlutir mynda svona áhrifamikla heild.“

- Tom Hedqvist, einn af stofnendum 10-gruppen og listrænn tengiliður AVSIKTLIG.

avsiktlig
avsiktlig

„10-gruppen hefur alltaf verið einn af mínum helstu áhrifavöldum. Ég er mjög hrifin af hönnunarstíl hópsins, sem er djarfur, litríkur og hefur rúmfræðilega tjáningu.“

- Ida Pettersson, hönnuður IKEA.