Close
Fara í körfu
Close

Barnateikningar verða að notalegum mjúkdýrum

Börn um allan heim tóku þátt í teiknimyndasamkeppni sem haldin var í tengslum við árlegu góðgerðarherferðina okkar, Leikur fyrir betra líf. Við fengum sendar 70.000 teikningar og gerðum alvöru mjúkdýr eftir teikningum vinningshafanna tíu.

Þessi tímabundna lína heitir SAGOSKATT og er aðeins hluti af framlagi okkar til stuðnings grundvallarréttindum barna til að leika sér, þroskast og hafa gaman, líkt og fjöldi landa hét að gera með undirritun Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.#letsplay

Skoðaðu línuna hér

mjukdyr
mjukdyr
mjukdyr
mjukdyr
mjukdyr
mjukdyr

Teikningin þín gæti lifnað við!

Taktu þátt í að hanna SAGOSKATT línu næsta árs. Sendu inn teikningu hér

af draumamjúkdýrinu þínu og hún gæti orðið að alvöru mjúkdýri!

Teiknisamkeppnin hefst 6. nóvember og hægt verður að skila teikningum til 1. desember.

Leikur fyrir betra líf

Leikur er nauðsynlegur velferð barna. Þess vegna styðja IKEA Foundation og samstarfsaðilar grundvallarrétt allra barna að leika sér og þroskast. #letsplay

Markmið IKEA Foundation er að skapa umtalsverð og varanleg tækifæri með því að fjármagna heildræna langtímaáætlun í nokkrum af fátækustu samfélögum heims með því að leggja áherslu á stuðning við grunnþarfir barna: Heimili, heilsu, menntun og stöðugar tekjur fjölskyldunnar. Við aðstoðum þessi samfélög einnig í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Hugsjónin er að stuðla að heimi þar sem börn sem lifa í fátækt fái fleiri tækifæri til að skapa sér og fjölskyldum sínum bjartari framtíð.

Gefðu mjúkan leikfélaga

Þú getur glatt enn fleiri börn með því að gefa mjúkdýrið sem þú kaupir í söfnunarkassa við útgang verslunarinnar.

Mjúkdýrin sem safnast fara til Barnaspítala Hringsins og koma til með að stytta þeim börnum stundir sem þar þurfa að dveljast. #letsplay