Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Gleymdu þér í leik

Leikur fær fólk til að gleyma stað og stund og dregur úr áhyggjum og kvíða. Því er leikur gríðarlega mikilvægur á tímum þar sem bæði börn og fullorðnir lifa gjarnan streituvaldandi lífi. Með LUSTIGT línunni viljum við hvetja til meiri leiks í lífinu. Litrík línan inniheldur breitt úrval af skemmtilegum og skapandi vörum: Púsluspil, vefstól, sippuband með LED ljósum, kúluspil með mjúkum boltum og margt fleira. Gleymum okkur í fjöri og leik!

Smelltu hér til að skoða LUSTIGT línuna

Smelltu hér til að skoða LUSTIGT á Pinterest síðunni okkar

„Ekki setja börnum leikreglur, þau koma til með að brjóta þær.“

Leikur sem endist

Hvert leikfang í línunni var hannað með það að leiðarljósi að verða sígilt og hvetja til leiks um ókomin ár. Leikföngin endast lengi eða eru endurvinnanleg og mörg þeirra eru úr náttúrulegum við. Börn frá öllum heimshornum komu okkur til aðstoðar við hönnun á línunni, enda hinir sönnu sérfræðingar þegar kemur að leik og gleði.

„Það er undir fullorðnum komið að örva sköpunargáfu barna. Sköpun styrkir sjálfstraust barna jafnt og fullorðinna.“

Sarah Fager, hönnuður