Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Close

SÝNDU HVER ÞÚ ERT

Heimili þitt segir mikið um hver þú ert og hvernig þú velur að lifa lífinu. Þú ættir því ekki að fela hlutina sem endurspegla þinn stíl – heldur hafa þá til sýnis – bæði fyrir þig til að njóta og aðra til að sjá. SPÄNST er tímabundin lína sem gerir athafnasömu fólki kleift að nota nýjar leiðir við innréttingu heimilisins. Hún er hönnuð í samstarfi við Chris Stamp, hönnuð og stjórnanda tískuvörumerkisins Stampd í LA. SPÄNST snýst um skipulag og útstillingu á því sem þér þykir merkilegast. Það gæti verið hjólabrettið, jakkinn sem þér finnst flokkast sem listaverk eða flottustu skórnir. Línan leyfir þér að afhjúpa þig; að sýna hver þú ert inni á heimilinu af sama stolti og þú gerir utan þess.

Smelltu hér til að skoða SPÄNST línuna

Smelltu hér til að skoða SPÄNST á Pinterest síðunni okkar

KYNNUMST CHRIS STAMP

Chris hefur sýnt tísku og listum mikinn áhuga allt frá því að hann var ungur drengur. Þegar hann fór í háskóla valdi hann sér grafíska hönnun sem aðalfag. Þar var kennari sem veitti honum innblástur til að þreifa fyrir sér í viðskiptum og nýsköpun. Chris ákvað að víkka sjóndeildarhringinn og breytti algjörlega um stefnu. Fyrir lokaverkefnið sitt í háskólanum útbjó Chris viðskiptaáætlun fyrir merki með sérhannaða skó sem þróaðist yfir í framúrstefnulega lífsstílsmerkið Stampd. Stampd var stofnað árið 2011 og er þekkt fyrir umhyggju fyrir hverju smáatriði og minimalíska hágæðahönnun sem er stíluð inn á ungt fólk.

SAMSTARFIÐ

Upphaf SPÄNST línunar má rekja til þess að IKEA kannaði breytilegar þarfir ungs fólks í dag, sérstaklega þeirra sem lifa hröðum lífsstíl borgarinnar. IKEA hefur unnið mikið með hönnuðinum Maja Ganszyniec og hún á heiðurinn af nokkrum vörum í línunni. Maja útskrifaðist úr London Royal College of Art og á sitt eigið hönnunarstúdíó í Varsjá. Teymið hittist í fyrsta sinn í New York og þeim varð fljótlega ljóst að hugmyndir þeirra voru alls ekki ólíkar. Þau sóttu sér innblástur frá heimi íþróttanna og hinum meðvitaða neytanda – fólki sem er ekki aðeins umhugað um það sem það klæðist heldur einnig hvernig er best að geyma og sýna fötin – og fegra umhverfið í leiðinni.

„Þegar ég ólst upp var ég mikið á brim- og hjólabrettum. Hér í Suður-Kaliforníu er hjólabrettið meira en farartæki. Það er í kúltúrnum og er hluti af Stampd. Það er mér mikill heiður að fá tækifæri til að hanna fyrsta hjólabretti IKEA“

Chris Stamp

„Sem tískuhönnuður veit ég að fólk vill sýna öðrum fötin sín, skó og aukahluti. Af hverju að eyða miklum peningum í skó og fela þá síðan í skáp?“

Chris Stamp