Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Jólin þín byrja í IKEA

Aðdragandi jólanna er tími undirbúnings og eftirvæntingar. Það er notalegt að byrja smátt og snemma, og hafa tíma til að nostra við heimilið á þessum yndislega árstíma. Jólalínan í ár inniheldur allt til að uppfylla jóladrauma og -þarfir: Fjölbreytt og fallegt skraut, lýsingu, gjafapappír og -poka, jólatrésskraut, blóm og meira að segja sjálft tréð. Við hugsum líka fyrir bökunar- og eldhúsáhöldum, borðbúnaði og mjúkri vefnaðarvöru. Allt er þetta að sjálfsögðu á frábæru verði.

Nýr jólabæklingur er kominn út!

Smelltu hér til að skoða jólabæklinginn

Smelltu hér til að skoða VINTER línuna

Smelltu hér til að skoða VINTER á Pinterest síðunni okkar

Lýstu upp skammdegið

Hlýleg og tindrandi lýsing færir þessum dimma árstíma birtu og yl. Settu hana í glugga, á veggi og á borð. Veldu lýsingu í formi hringja, hjarta, engla, sveppa, kanína, íkorna, fugla og stjarna í ýmsum litum og stærðum. Notaðu LED ljósaseríur hér og þar, og að sjálfsögðu á tréð. Með STRÅLA skrautlýsingunni úr VINTER línunni færðu meiri birtu í lífið.

Gjafir sem gleðja augað

Við eigum ekki bara mikið úrval af jólaskrauti heldur líka allt utan um jólagjafirnar. Það má breyta hverju sem er í fallega gjöf með því einfaldlega að pakka þeim af alúð inn í fallegan gjafapappír eða laglega gjafaöskju (það er af nógu að taka í VINTER línunni).

Í þínu boði

Það er fátt sem býður gestina eins velkomna og borð sem lögð hefur verið vinna og alúð í að stilla upp með fallegum borðdúk, servíettum og borðbúnaði. Láttu gestunum þínum líða vel við veisluborð sem gefur rétta tóninn og hvetur til áhugaverðra samræðna.