Close
Fara í körfu
Close

ÞEMA VÖRULISTANS

Margir finna fyrir álagi í daglegu lífi. Ekki síst þegar matreiðsla og eldhúsið eru annars vegar. Í vörulista ársins gerðum við okkar besta við að skapa lausnir fyrir heimilið sem aðstoða fólk við að eiga heimilislíf án neikvæðra væntinga. Við viljum að fólk hafi minni áhyggjur af því hvað öðrum finnst og hugi betur að hvað það vill sjálft.

Slakaðu á og njóttu

Þema ársins er, líkt og í fyrra, tengt eldhúsinu, en snýst nú um að fá fólk til að anda djúpt, slaka á og njóta þess að elda og eiga góðar samverustundir í eldhúsinu. Við lendum flest í því að ofsjóða pastað, fá salat milli tannanna eða gefa börnunum okkar eitthvað í matinn sem við vitum að er ekki til fyrirmyndar. Það er allt í lagi.

Myndbönd

Vinna við hvern vörulista hefst rúmu ári áður en hann kemst í þínar hendur. Hér að neðan eru skemmtileg myndbönd sem segja frá ferlinu, veita innsýn í sögurnar sem við segjum í vörulistanum og leiðbeina þér við skreytingu heimilisins.

Bless, væntingar. Halló, þú!

Við viljum veita fólki innblástur til að hætta að eltast við að uppfylla einhverjar ímyndaðar kröfur. Ef þú vilt blanda saman mismunandi borðstofustólum, gerðu það þá! Ef þú vilt bjóða upp á fingramat í brúðkaupsveislunni, frábært! Þetta snýst að fara sínar eigin leiðir og hlusta á sjálfan sig. Þetta snýst um að vera þú. Punktur.