Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar
Close

Skilaréttur

Nýjar skilareglur tóku gildi 1. september

Kvittun skilyrði fyrir vöruskilum.

Til að fá fullt andvirði vöru endurgreitt í formi inneignarnótu þarf hún að vera ónotuð, óskemmd og í heilum umbúðum. Einnig er nauðsynlegt að sýna kassakvittun eða gjafamiða, sem hægt er að fá við afgreiðslukassann við kaup. Ef varan er samsett, eða ef umbúðir vantar eða þær eru skemmdar, þá fæst 70% af kaupverði vörunnar í formi inneignarnótu. Einnig þarf að sýna kassakvittun eða gjafamiða. Ef skilareglur eru ekki uppfylltar áskilur IKEA sér rétt til að hafna vöruskilum.

Ekki er hægt að skila plöntum, matvöru, metravöru, ljósaperum (nema í innsigluðum plastumbúðum) eða vörum úr Umbúðalaust. Þessar skilareglur takmarka ekki lögbundna neytendavernd.

Skilaréttur fyrir dýnur.

Prófaðu nýju dýnuna þína heima í 90 daga og ef þú elskar hana ekki, þá getur þú skipt henni í aðra dýnu. Þegar dýnan er fundin, sefur þú vært með 25 ára ábyrgð. Athugið að dýnan þarf að vera heil og hrein til að það megi skila henni, og kvittun þarf að fylgja. 90 daga reglan á ekki við um rúmbotna, rimlabotna og yfirdýnur.

Lög um neytendakaup

Lög um þjónustukaup

Skilaréttur í vefverslun

Samkvæmt lögum hafa viðskiptavinir rétt til að skila vöru sem keypt er í vefverslun, og fá að fullu endurgreidda, ef henni er skilað innan 14 daga frá kaupum. Kostnaður við að skila vörunni, s.s. sendingarkostnaður, greiðist af kaupanda. Kaupandi er sá sem skráður er sem slíkur á reikningi.

Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga

Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu